Nunnan Móðir Miriam segir Joe Biden vera „vanhæfan og djöfullegan“

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Móðir Miriam Lamb Guðs – áður Rosalind Moss, kaþólsk nunna, hefur opinberlega gagnrýnt Joe Biden og kallar hann „vanhæfan og djöfullegan.“ Jafnframt segir hún, að endurkjör Donald Trump, fyrrverandi forseta, sé „Guðs verk.“

Þessi yfirlýsing kom á myndbandi (sjá að neðan) sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, deildi á X.

Þann 1. apríl birti Abbott bút úr „Mother Miriam Live“ hlaðvarpi móður Miriam, sem upphaflega var sent þann 6. mars, þar sem hún lét þessi ummæli falla. Í færslu Abbotts var móðir Miriam hrósað fyrir að „deila sannleikanum.“ Það viðhorf hefur fengið hljómgrunn hjá mörgum fylgjendum hans að sögn CatholicVote.org Abbott skrifaði:

„Kaþólsk nunna deilir sannleikanum. Kallar Biden vanhæfan og djöfullegan. Segir að það sé verk Guðs að kjósa Trump. Segir að atkvæðagreiðsla ætti að takmarkast við ríkisborgarana.“

Í podcastinu lýsti móðir Miriam komandi kosningum í nóvember sem „algeru stríði milli góðs og ills.“ Hún hélt áfram að gefa í skyn, að sigur Trump væri aðeins mögulegur með guðlegri íhlutun. Hún sagði:

„Ef Biden verður ekki endurkjörinn, þá er það algjörlega verk Guðs. Sérhver áætlun og sérhver vonska þarna úti mun sjá til þess að hann haldi áfram að vera forseti okkar, eins vanhæfur og djöfullegur sem hann er.“

Móðir Miriam lýsti yfir stuðningi við þá stefnu að krefjast sönnunar á bandarískum ríkisborgararétti til að fá að kjósa. Sú afstaða fellur vel saman við afstöðu marga í Repúblikanaflokknum. Hún sagði:

„Ég veit að nýlega hefur einhver lagt fram tillögu um að enginn ætti að fá að kjósa sem getur ekki sannað bandarískan ríkisborgararétt sinn. Ég er alveg sammála því. En þeir í Demókrataflokknum vilja hafa það þannig. Við erum ekki á móti kosningum heldur í algjöru stríði hins góða gegn hinu illa.“

Skildu eftir skilaboð