Á leiðinni í gjaldþrot? Ford tapar 132.000 dollurum á hvern seldan rafbíl

Gústaf SkúlasonErlent, Rafmagnsbílar1 Comment

Ford tapar ótrúlegri upphæð á hverju rafknúnu ökutæki sem var selt á fyrsta ársfjórðungi 2024. Undirstrikar það fjárhagslega ósjálfbærni rafbílaframleiðslunnar. Ford tilkynnti um 1,3 milljarða dollara tap á rafbílum í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs. Er það jafnvirði 132.000 dollara tap fyrir hvern og einn þeirra 10.000 rafbíla sem fyrirtækið hefur selt á síðustu þremur mánuðum.

CNN greinir frá: Ford, eins og flestir bílaframleiðendur, höfðu uppi áætlanir um að skipta frá hefðbundnum bensínknúnum ökutækjum yfir í rafbíla næstu árin. Ford er eini hefðbundni bílaframleiðandinn sem skilar árangri í smásölu rafbíla. En niðurstöðurnar sem fyrirtækið greindi frá á miðvikudag sýna enn eitt merki um tap á rafbílaviðskiptum Ford og annarra bílaframleiðenda.

1,3 milljarða dollara tap á rafbílasölu fyrsta ársfjórðunginn

Rafbíllinn, sem Ford kallar Model e, seldist í 10.000 eintökum fyrsta ársfjórðunginn. Er það 20% samdráttur frá árinu áður. Tekjurnar lækkuðu um 84% í um 100 milljónir Bandaríkjadala, sem Ford skýrði að mestu leyti á almennri verðlækkun rafbíla á markaðinum. Það leiddi til 1,3 milljarða dala taps á Model e.

Tapið er langt umfram kostnaðinn við framleiðslu og sölu þessara 10.000 bíla, að sögn Ford. Tapið tekur einnig til hundruð milljóna dollara sem varið er í rannsóknir og þróun á næstu kynslóð rafbíla fyrir Ford. Þessar fjárfestingar tekur mörg ár að vinna til baka.

Ford er langt frá því að vera eini rafbílaframleiðandinn sem finnur fyrir sársauka í augnablikinu. Vinsæl vörumerki eins og Tesla í eigu Elon Musk hafa mátt þola mikinn samdrátt í sölu, sem neyddi Tesla til að segja upp 10% af alþjóðlegu vinnuafli sínu.

Loftslagsstefna Biden-stjórnarinnar eyðileggur efnahagslíf Bandaríkjanna

Fréttin er enn eitt áfallið fyrir Biden-stjórnina, sem ber hausinn í steinninn til að knýja fram umskipti yfir í rafbíla, þrátt fyrir skort á skýrum vísindalegum sönnunargögnum um efnahagslegan og umhverfislegan ávinning af þeim umskiptum.

The New York Times greindi nýlega frá því, að Biden-stjórnin væri að gefast upp á mörgum af framleiðslumarkmiðum sínum fyrir rafbíla sem hluta af „ívilnun“ vegna kosningaársins til bílaframleiðenda og verkalýðsfélaga.

One Comment on “Á leiðinni í gjaldþrot? Ford tapar 132.000 dollurum á hvern seldan rafbíl”

  1. Það er fróðlegt að fylgjast með framvindunni í Leikhúsi Fáránleikans í boði Loftslagsmafíunnar.

Skildu eftir skilaboð