Stór mistök af Svíþjóð að ganga með í Nató

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, NATÓLeave a Comment

Aðild Svíþjóðar að Nató er tilgangslaus og þýðir ekki, að Bandaríkin séu skuldbundin til að verja Svíþjóð ef til stríðs kemur. Þetta segir Hans Blix, fyrrverandi yfirmaður eftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak, í samtali við Aftonbladet.

Hvorki NATO-sáttmálinn né tvíhliða samningurinn við Bandaríkin fela í sér neina beina skyldu stórveldisins til að verja Svíþjóð, ef marka má Hans Blix.

Þess í stað hefur tvíhliða samningurinn einhliða aukið áhrif Bandaríkjanna í Svíþjóð og Norður-Evrópu án þess að neitt komi fyrir í staðinn, sem Blix gagnrýnir harðlega. Blix segir í viðtalinu:

„Þessi samningur inniheldur engar skuldbindingar frá Bandaríkjunum til að aðstoða Svíþjóð, það er eingöngu tilboð frá Svíþjóð um að Bandaríkin stofni 17 herstöðvar í Svíþjóð.“

Hann segir einnig, að Svíþjóð með þokkalega sterkar eigin varnir gæti sjálft veitt næga mótspyrnu til að hindra árásarmenn.

„Ég tel að hernaðarfæling sé til staðar. Ef hernaðarfælingin er öflug, þá verða diplómatísk samskipti að vera skilvirk. Ég er fyrir þokkalega sterkar varnir.“

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð