Ný aðferð eyðir 99% krabbameinsfruma

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Krabbamein1 Comment

Vísindamenn frá Rice háskólanum, Texas A&M háskólanum og háskólanum í Texas, hafa uppgötvað ótrúlega nýja aðferð til að eyða krabbameinsfrumum. Með því að örva amínósýanín sameindir með innrauðu ljósi titruðu þær í takt, sem var nægjanlegt til að rífa í sundur himnu krabbameinsfrumunnar.

Amínósýanín sameindir eru þegar notaðar sem tilbúin litarefni í lífmyndagerð. Venjulega eru þær notaðar í litlum skömmtum til að greina krabbamein. Þær haldast stöðugar í vatni og eru mjög góðar í að festast utan á frumum.

Rannsóknarteymið frá Rice háskólanum, Texas A&M háskólanum og háskólanum í Texas, fullyrða að nýja nálgunin feli í sér miklar framfarir í samanburði við aðrar tegundir krabbameinsdrepandi sameindaaðferða eins og „Feringa sameindamótorinn“ sem einnig getur brotið niður uppbyggingu erfiðra fruma. Efnafræðingurinn James Tour frá Rice háskólanum segir, að þetta sé algjörlega ný kynslóð sameindavéla sem við köllum „sameindabrjótinn.“ Tour segir:

„Þær eru meira en milljón sinnum hraðari í vélrænni hreyfingu en fyrri Feringa-mótor og hægt er að virkja þær með nær-innrauðu ljósi frekar en sýnilegu ljósi.“

99 prósent

Notkun nær-innrauðs ljóss er mikilvæg, vegna þess að það gerir vísindamönnum kleift að komast dýpra inn í líkamann. Hugsanlega væri hægt að meðhöndla krabbamein í beinum og líffærum, án þess að þurfa skurðaðgerð til að fá aðgang að krabbameinsvextinum.

Í tilraunum með ræktaðar krabbameinsfrumur, sýndi það sig að „sameindabrjóturinn“ eyddi 99% frumanna. Aðferðin var einnig prófuð á músum með sortuæxli og varð helmingur dýranna krabbameinslaus.

One Comment on “Ný aðferð eyðir 99% krabbameinsfruma”

Skildu eftir skilaboð