Franskir ​​fullveldissinnar í mikilli forystu fyrir ESB-kosningarnar

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Þegar tveir mánuðir eru til kosninga til ES-þingsins, þá líta evrópskir fullveldissinnar út fyrir að ná stórauknu fylgi og styrkja völd sín á ESB-þinginu. Í Frakklandi er Rassemblement National (Þjóðabandalagið) leiðandi í skoðanakönnunum.

Rassemblement National hét áður Þjóðfylkingin. Hún er ekki lengur undir forystu Marine Le Pen, þótt hún sé enn í flokknum. Árið 2021 kaus Le Pen að yfirgefa leiðtogahlutverk sitt fyrir flokkinn og fara í forsetakosningarnar. Eftir 2022 leiðir Jordan Bardella, með ítalskan bakgrunn, flokkinn.

Í nýrri skoðanakönnun eflir Þjóðabandalagið hið stóra forskot sitt fyrir ESB-kosningarnar í júní. Samkvæmt tölum frá Elabe stofnuninni mælist flokkurinn nú með 30% fylgi en listi Emmanuel Macron forseta mælist með 16,5%.

Af þeim sem kusu Bardella í síðustu kosningum segja nánast allir ætla að gera það aftur núna. Stuðningur við Macron minnkar hins vegar.

Líkar ekki við ESB

Áður hefur Jordan Bardella sagt, að hann vilji breyta reglum ESB innan frá.

„Það er vandamál ef við samþykkjum, að reglur sem ákveðnar eru í Brussel eigi að gilda á franskri grundu.“

Skildu eftir skilaboð