Heimsmálin í vaxandi skugga stríðsæsings í Evrópu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, HeimsmálinLeave a Comment

17. þáttur Heimsmálanna með þeim Margréti Friðriksdóttir og Gústafi Skúlasyni var hljóðritaður undir sístækkandi skugga æsings og stríðsógnar í Evrópu og heiminum öllum. Sjálfur utanríkisstjóri Evrópusambandsins sagði nýlega, að fullt stríð væri ekki lengur nein ímyndun í Evrópu og gaf í skyn, að slíkt stríð gæti skollið á hvenær sem er yfir meginlandið. Það eru vondu Rússarnir sem ætla að gleypa alla álfuna er boðskapurinn. Einnig boðaði hann mikla áróðurs og óstöðugleikaherferð Rússa í sambandi við kosningarnar til ESB-þingsins í júní n.k. Sennilega ætla glóbalistarnir að útskýra hægri sveiflu um alla Evrópu sem líklega skilar sér inn á ESB-þingið með því að þar hafi Pútín töfrað burt réttmæt kjör þeirra og kannski reyna þá að fá kosningarnar ógildar.

Málið er að þegar fólkið talar og er ósammála glóbalistunum, þá er það þriðja aðila um að kenna. Ekki að undra, að glóbalistunum sé í mun að sundra þjóðum og fólki og koma stríði í gang, það auðveldar þeim að ná fram markmiðum sínum.

Einn sem ekki lætur stjórna sér er athafnamaðurinn Elon Musk. Hann stendur í fremstu línu málfrelsis í heiminum í dag gegn einræðistilburðum djúpt spillts kerfis svindlara og þjófa sem hafa völdin í Brasilíu. Einkum fer þar hæstaréttardómarinn Alexandre Moraes offorsi en hann úrskurðaði bann á fjölda reikninga hjá X í eigu stuðningsmanna Bolsonaros fv. forseta. Jafnframt setti hann tunguhaft á X sem mátti ekki upplýsa, hvaða reikninga er um að ræða, hver væri ástæðan fyrir lokuninni eða hvaða dómari hefði kveðið upp úrskurðinn. Musk hjólar í glæpaklíku Brasilíu og hótar að uppljóstra um tíst sem sanna svindl yfirvalda. Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Aukinn hentistefna einstakra stjórnmálamanna og aukinn fasismi birtist í mörgum myndum. Fulltrúi glóbalismans á Íslandi, sérlegur sendiboði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, fyrrverandi forsætisráðherra hefur í einni hendingu sýnt, að hún ber enga virðingu fyrir íslensku þjóðinni né virðulegum embættum þjóðarinnar. Hún skilur ríkisstjórnina eftir í vanda með því einfaldlega að ganga út og segja bless, því hún ætlar að keppa um forsetaembættið. Lífið snýst um – ég um mig frá mér til mín – hjá þessum hrokafullu einstaklingum sem gera allt fyrir eigin frama, auð og völd. Eflaust hefur Katrínu Jakobsdóttur verið lofað starfi á alþjóðavettvangi ef fólkið vill ekki sjá hana á Bessastöðum. En munum hvernig hún hoppaði af skútunni þegar hún eygði möguleika á persónulegum ávinningi. Af hverju skyldu Bessastaðir vera meira virði en ríkisstjórnin ef betra tilboð berst?

Transmálin voru til umræðu en Vatíkanið hefur eftir 5 ár gefið út rit sem segir að kynjaskipti gangi gegn sköpunarverkinu. Og svo margt annað.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn:

Skildu eftir skilaboð