Soros-samtök koma stuðningsmönnum Hamas til hjálpar

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Hryðjuverk, ÍsraelLeave a Comment

Múgur öfga-vinstri manna sem styðja hryðjuverkasamtökin Hamas hafa hindrað umferð að undanförnu á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum og fleiri löndum, lokað brúm og lokað vegum að flugvöllum. Eins og venjulega voru mjög fáir þeirra handteknir eða sóttir til saka fyrir þetta ofbeldi sem hindruðu m.a. sjúkrabíla frá að komast leiða sinna. Þeir sem átti samt að láta sæta ábyrgð voru allir leystir út með peningum samtaka styrktum af George Soros.

Washington Free Beacon greinir frá því, að tryggingarfé þeirra Hamas-liða sem voru handteknir komi frá samtökum styrktum af George Soros. Greint er frá mótmælum í tugum borga í Bandaríkjunum, þar á meðal San Francisco, Chicago, New York borg og Fíladelfíu, sem voru skipulögð af „A15 Action,“ Er það nýstofnaður hópur sem vann m.a. að því  „samræma samstöðuaðgerðir í mörgum borgum Bandaríkjanna þann 15. apríl við Palestínu.“ Vefsíða hópsins beinir lesendum að snúa sér til „ löglegra sjóða“ sem hýst er í af  „ActBlue“ fjáröflunarkerfi Demókrataflokksins á netinu.

Á vefsíðu ActBlue segir, að þeir sem láti peninga í sjóðinn, styðji „Community Justice Exchange“ sem veitir „peningatryggingu vegna viðurlögum dómstóla og sektum.“

 

 

Skildu eftir skilaboð