Vindorkan blæs krafti í nýja fjármálakreppu

Gústaf SkúlasonErlent, Gústaf Skúlason, Orkumál1 Comment

Sænsku vindorkufyrirtækin standa vægast sagt á brauðfótum með gífurlegu tapi og skuldum sem einungis hefur verið bætt úr með  framlagi hluthafa upp á samtals 20 milljarða sænskra króna frá útlöndum. Þann dag sem peningaflæðið hættir er því spáð að helmingur fyrirtækjanna fari í gjaldþrot. Þar sem vindmyllurnar verða einskis virði, þá standa skuldirnar eftir. Spurningin er þá, hver á að borga reikninginn.

Christian Sandström er lektor við International Business School í Jönköping og dósent við Chalmers Tækniháskólann og hefur nýlega sent frá sér bókina Grænar bólur „Gröna bubblor.“ Kortlagning hans á sænskum vindorkuverum sýnir, að skuldirnar hafa aðeins lækkað með framlögum hluthafa og að flest vindorkufyrirtækn munu aldrei geta greitt upp skuldir sínar. Í sumum tilfellum eru vaxandi skuldafjöll það eina sem verður eftir.

Greiningin sýnir einnig, að þau fyrirtæki, sem hófu starfsemi árið 2017, tekur 43 ár að verða skuldlaus. Fyrir fyrirtæki sem hófu rekstur árið 2018 tekur það 29 ár og 31 ár fyrir þau sem hófu rekstur árið 2019. Ástandið er enn þá verra fyrir fyrirtækin sem hófu starfsemi árið 2020 og þar hefur skuldafjallið stækkað í stað þess að minnka.

Líftími vindmylla er 20-25 ár – eftir það eru þær einskis virði

„Miðað við núverandi afborgunarhlutfall verður skuldafjall upp á nokkra milljarða sænskra króna þann dag sem vindmyllurnar verða einskins virði. Hver mun bera þennan kostnað?“

Niðurstaðan er sú, að öll nútíma sænsk vindorkuvæðing er eitt allsherjar tap. Öll vindorkufyrirtæki sem hófu störf árin 2015–2020 voru rekin með tapi á árunum 2017–2022.

„Ef hagkvæmni vindorkunnar er jafn slæm í öðrum löndum, þá er tapið meira en tíu sinnum stærra í Evrópu. Sögubækur framtíðarinnar munu leiða í ljós, hvort það sé nú þegar ástæða til að tala um græna fjármálakreppu.“

author avatar
Gústaf Skúlason

One Comment on “Vindorkan blæs krafti í nýja fjármálakreppu”

  1. Græna fjármálakreppan verður söguleg. Það sem skilar aldrei hagnaði, mun að endingu leiða til gjaldþrots. Einföld hagfræði, en í Leikhúsi Fáránleikans er ekki lengur hugsað af skynsemi.

Skildu eftir skilaboð