Landlæknir hélt aftur upplýsingum um 2000 aukaverkanir

frettinInnlendar

Lyfjastofnun hafa borist ríflega 2.000 auka tilkynningar vegna gruns um aukaverkun frá embætti landlæknis. Embættið hefur safnað gögnunum saman frá því hafist var handa við bólusetningar gegn COVID-19 í lok síðasta árs. Þessar upplýsingar hafa nú verið sendar Lyfjastofnun og nú stendur yfir skráning þeirra í aukaverkanagrunn Lyfjastofnunar samkvæmt leiðbeiningum um lyfjagát.

Allar tilkynningarnar varða einstaklinga sem hafa verið bólusettir en hafa greinst með COVID-19 smit. Þessar upplýsingar hafa áður birst í daglegum smittölum frá sóttvarnalækni en hafa ekki verið færðar inn í aukaverkanagrunn Lyfjastofnunar fyrr en nú.

Tölur á upplýsingasíðu með fjölda tilkynntra aukaverkana í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 munu smám saman endurspegla þessa aukningu.

Gróflega áætlað ættu tilkynningarnar þá að fara í u.þ.b. 6000.  Tilkynntar aukaverkanir sem birst hafa á vef Lyfjastofnunar hingað til hafa því ekki endurspeglað raunverulegan fjölda.

Tilkynningum um grunaðar aukaverkanir af lyfjum eiga samkvæmt reglum að tilkynnast til Lyfjastofnunar og því ekki hægt að sjá annað en um alvarlegt brot sé að ræða að hálfu Landlæknisembættisins.  Lyfjastofnun hefur hvatt til þess að heilbrigðisstarfsfólk tilkynni um aukaverkanir til Lyfjastofnunar eins og því ber siðferðisleg skylda til.

Lyfjastofnun greindi frá seinagangi embættisins.