Frægur og umdeildur 76 ára ástralskur skopmyndateiknari, Michael Leunig, hefur verið rekinn úr starfi hjá dagblaðinu The Age eftir 20 ára starf. Leuning var látinn fara eftir að mynd sem hann teiknaði var ritskoðuð. Á myndinni líkir hann andstöðunni gegn lögboðnum Covid bólusetningum við lýðræðisbaráttuna á Torgi hins himneska friðar. „Ég er greinilega ekki í takt við lesendahópinn,“ sagði Leunig í samtali við blaðið The Australian varðandi brottrekstur hans eftir að hafa teiknað umrædda … Read More