Stefnir fasteignamarkaðurinn í kulnun? FVH boðar til ráðstefnu

frettinInnlendar

Image
Félag viðskipta-og hagfræðinga boðar til ráðstefnu um fasteignamarkaðinn. Í tilkynningunni félagsins segir: Við munum einblína á húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Við höfum fengið til liðs við okkur sérfræðinga úr ýmsum áttum til þess að sitja fyrir svörum í panel. Við leitum svara við spurningum á borð við: Hvað veldur mikilli hækkun á húsnæðisverði síðustu misseri? Hvað hlutverki gegna opinberir aðilar í þessari þróun? Hverjar eru framtíðarhorfur á fasteignamarkaði?!
VIÐMÆLENDUR:
ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR – Aðstoðarframkvæmdastjóri SA
GUNNAR JAKOBSSON – Varaseðlabankastjóri fjármálastöðuleika
KRISTRÚN FROSTADÓTTIR – Þingmaður Samfylkingarinnar
PAWEL BARTOSZEK – Borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður Skipulags- og samgönguráðs
FUNDARSTJÓRAR:

BJARNI HERRERA– Forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG
ÞÓRUNN HELGADÓTTIR– Hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands
SKRÁNING:
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn, félagsmenn FVH fá ókeypis en aðrir þurfa að greiða 3.500 kr. fyrir aðgang.