Meðvirkir og hlutdrægir fjölmiðlar

frettinPistlar

Image

Eft­ir Auði Ingvars­dótt­ur: „Ein skoðun, ein upp­spretta, eitt sjón­ar­mið.“
Greinin birtist í Morgunblaðinu og fékk Fréttin leyfi til að birta hana líka:

Það er ekki hægt að segja að frétta­flutn­ing­ur hér sé al­mennt upp­lýs­andi og veiti óhlut­dræg­ar frétt­ir af mál­efn­um líðandi stund­ar. Frétta­menn sem hafa áber­andi „skoðun“ eru frem­ur regla en und­an­tekn­ing. Þannig sam­sama þeir sig af al­hug „hinni ríkj­andi skoðun“ og póli­tík en gera fáar til­raun­ir til þess að skoða upp­lýs­inga­magnið og óreiðuna með gagn­rýn­um huga eða jafn­vel votti af for­vitni. Svo virðist sem frétta­menn séu ald­ir upp til að vera boðber­ar „réttra upp­lýs­inga“ og „viður­kenndra hug­mynda“ sem iðulega eiga upp­tök sín hjá full­trú­um hags­muna­afla. Það sem ekki kem­ur heim við þenn­an „stórasann­leika“ er hunsað eða fjallað um sem furðufyr­ir­bæri sem upp­lýst fólk eigi að forðast.

Covid-bólu­setn­ing­ar og vér ein­ir vit­um heil­kennið

Hér ætla ég að taka nokk­ur dæmi af frétta­flutn­ingi af Covid-bólu­setn­ing­unni. Fá­ein­ir sér­fræðing­ar hafa fengið að bás­úna sitt þrönga sjón­ar­mið í fjöl­miðlum og fram­lag þeirra er þar furðulega eins­leitt. Eig­in­lega þyrftu þeir ekki að mæta í viðtal, út­koma þeirra er svo fyr­ir­sjá­an­leg. Þar er boðuð ein sam­ræmd saga: Bólu­efn­in eru ör­ugg, það á að bólu­setja alla og til­kynnt­ar auka­verk­an­ir eru nán­ast alltaf vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða jafn­vel tauga­veiklun­ar.

Það dug­ar þó ekki að vera lækn­ir og sér­fræðing­ur til þess að fá inni í fjöl­miðlum, það eru bara „réttu“ lækn­arn­ir og sér­fræðing­arn­ir sem fá að láta ljós sitt skína. Það mætti halda að þessi fá­menni hóp­ur lækn­is­menntaðra væru full­trú­ar guðlegr­ar vitn­eskju og óneit­an­lega láta þeir oft og tíðum eins og „þeir ein­ir viti“. Það finnst mér ekki traust­vekj­andi. Það er nefni­lega margt óvíst, óþekkt, og um­deil­an­legt í vís­inda­heim­in­um. Við vit­um ekki allt og allra síst í sam­bandi við áhrif þess­ara covid-bólu­efna. Þögg­un og upp­lýs­inga­skort­ur hafa viðgeng­ist um mögu­leg­ar auka­verk­an­ir. Það ætti þó að vera full­kom­lega eðli­legt að ræða slík mál.

Ein­hliða og áróðurs­kennd umræða um covid-bólu­setn­ing­ar barna er líka ámæl­is­verð. „Hvet­ur for­eldra til að ganga um kirkju­g­arðana“ var til dæm­is eitt af þess­um aug­lýs­inga­slag­orðum sem heyrðust í fjöl­miðlum, „get­um ekki neitað börn­un­um um þessa vernd“ var annað. Drep­sótt­un­um barna­veiki og bólu­sótt var óspart flaggað eins og ár­ang­ur fortíðar rétt­læti öll bólu­efni nú og um alla ei­lífð. Börn eru nán­ast í engri hættu vegna Covid. Sænski lækn­ir­inn Sebastian Rus­hworth reiknaði út að það væri meiri hætta fyr­ir börn að deyja í bíl­slysi en covid-19 (1 ) Umræðan hér hef­ur því verið á ein­ber­um áróðursnót­um. Það var verið að hræða. Rík­is­út­varpið hefði átt að sjá sóma sinn í að fjalla um þetta um­deilda mál á sann­gjarn­an hátt og óhlut­dræg­an og fara þar eft­ir eig­in vinnu­regl­um; að „afla upp­lýs­inga frá fleiri hliðum en einni í um­fjöll­un mála.“( 2 ) Í þessu máli hef­ur það brugðist skyldu sinni, eng­in til­raun var gerð til þess að hlusta á sjón­ar­mið þeirra sem töldu Covid-bólu­setn­ing­ar barna óþarfar. Mót­mæli gegn þess­um bólu­setn­ing­um voru hunsuð og þeir sér­fræðing­ar sem stigu fram og töldu ávinn­ing­inn ekki yf­ir­stíga áhætt­una fengu enga at­hygli. (3 ) Það hefði líka verið upp­lýs­andi að fá sýn­is­horn af mati og mál­flutn­ingi er­lendra vís­inda­manna og lækna sem lagst hafa gegn slík­um til­rauna­bólu­setn­ing­um barna og ung­menna. (4 )

Það mætti halda að spurn­ing­ar og umræða um þessi álita­mál jafn­giltu ein­hvers kon­ar dóna­skap og áróðri. Þetta kom ljós­lega fram þegar Vil­borg Hjaltested kostaði aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðið þar sem var ít­ar­leg skrá yfir til­kynnt­ar auka­verk­an­ir bólu­efn­anna. Brugðist var við með upp­hróp­un­um og ásök­un­um um ábyrgðarlaus­an áróður. Það hefði verið nær að þakka fyr­ir þetta fram­lag til þess að upp­lýsa þjóðina.

1 ) „The dan­ger of covid-19 for children“: Is covid a dan­ger to children? – Sebastian Rus­hworth M.D.

2 ) vinnu­regl­ur_­um_frett­ir_og_dagskr­ar­efn­i_tengt_t­heim.pdf (ruv.is).

3 ) Sig­fús Örvar Giss­ur­ar­son og Kristján Guðmunds­son: „Ávinn­ing­ur og áhætta af bólu­setn­ing­um barna og ung­menna við kór­unu­veiru“. Morg­un­blaðið 21. ág­úst 2021.

4 ) Sjá t.d. Profess­or: Det er godt for imm­uniteten, at børn får corona – BT Debat – www.bt.dk eða A focu­sed protecti­on vacc­inati­on stra­tegy: why we should not tar­get children with COVID-19 vacc­inati­on policies (nih.gov).

Höf­und­ur er sagn­fræðing­ur.