Texas vann tímabundinn sigur í málsókn sinni gegn skyldubólusetningum ríkisstjórnar Biden. Bandaríkjaforseti setti nýlega þá skyldu á öll ríki Bandaríkjanna að fyrirtæki sem eru með fleiri en 100 starfsmenn skuli krefja starfsfólk sitt um bólusetningu við Covid, ellegar skuli það fara í sýnatöku vikulega.
Ríkissaksóknari Texas, Ken Paxton, fagnar þessu og skrifar á Twitter:
,,Í gær stefndi ég Biden stjórninni fyrir ólöglega OSHA (Occupational Safety
and Health Administration) skyldubólusetningu. Við unnum! Í morgun úrskurðaði áfrýjunardómstóllinn að hafna beri skyldunni og tilgreindi alvarleg brot á lögum og stjórnarskránni. Baráttunni er hvergi lokið og ég mun aldrei hætta að berjast á móti því hvernig ríkisstjórnin fer út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin setur henni."
Ríkisstjóri Texas, Greg Abbot, skrifaði líka á Twitter. ,,Við fáum okkar dag í réttarhöldunum þar sem við munum skjóta niður valdníðslu Biden."
Á föstudaginn höfðuðu ellefu önnur ríki samskonar mál gegn ríkisstjórninni.