Mikið um smit á Gibraltar þrátt fyrir 100% bólusetningu – jólahátíð aflýst

frettinErlent

Á bresku nýlendunni Gibraltar á Spáni sem trónir á toppnum í heiminum hvað varðar bólusetningu með 100% þátttöku, greinist nú mikið af smitum og hefur því opinberu jólahaldi verið aflýst. Í tilfelli Gibraltar er því varla hægt að kenna óbólusettum um hækkandi smittölur.

Þrátt fyrir þetta mikla bólusetningahlutfall mældist landið einnig fimmta í heiminum hvað varðar fjölda andláta í september síðastliðnum. þ.e. 2880 andlát á hverja milljón íbúa.

Stjórnvöld víða um heim hafa tekið upp hinn svokalla ,,græna passa" og hafa íslensk stjórnvöld nýverið ýjað að því að nauðsynlegt gæti verið að taka passann upp hér á landi. Það verður að spyrjast við hvaða vísindi þetta fólk styðst., ef einhver.

Fréttin birti grein í gær þar sem áróðurinn um að óbólusettir smiti meira út frá sér stenst enga skoðun og hefur verið hrakinn af rannsóknum frá vísindamönnum í Harvard háskóla.

Umfjöllun um fjöldasmitin á Gibraltar má sjá hér að neðan.