Hinn breski Daily Mail sagði frá því 13. nóv. sl. að miðlinum hefði borist skýrsla sem hefði verið lekið og fjallar um áætlanir breskra yfirvalda um að afnema allar sóttvarnaraðgerðir í upphafi næsta árs. Er aðgerðin nefnd Operation Rampdown og felur meðal annars í sér stöðvun á smitrakningu, afnám sóttkvíartakmarkana og fleira. Verður áherslan þess í stað sett á að meðhöndla COVID-19 eins og landlægan sjúkdóm (e. endemic) frekar en faraldur.
Með nýrri nálgun vonast yfirvöld til að spara stórar fjárhæðir sem hafa farið í prófanir og önnur úrræði en um leið styrkja úrræði sem snúa að því að búa samfélagið undir varanlega viðveru veirunnar í samfélaginu.
Að sögn The Guardian hafa talsmenn hins opinbera sem blaðið hafði samband við ekki viljað staðfesta slíka áætlun. Tíminn þarf því að leiða í ljós hvað er að gerast á bak við tjöldin í dag.
The Mirror sagði einnig frá.
The Mirror sagði einnig frá.