Rannsókn hefur verið hrint af stað vegna mikillar aukningar á dauðsföllum meðal nýfæddra barna í Skotlandi.
Opinberar tölur sýna að 21 ungabarn hafi látist innan 28 daga frá fæðingu í september mánuði. Tölurnar ollu því að nýburadauði fór yfir efri viðvörunarmörk sem kallast „vikmörk," í fyrsta sinn í að minnsta kosti fjögur ár.
Tilgangurinn með eftirlits- og viðvörunarmörkum er að upplýsa heilbrigðisyfirvöld þegar nýburadauði, andvana fæðingar eða önnur dauðsföll ungbarna eru annað hvort óvenju há eða óvenju lág og gætu ekki stafað af tilviljun.
Áður hafa komið fram áhyggjur af hugsanlegum áhrifum Covid á fæðingaþjónustu og velferð mæðra, en þetta er í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst sem dauðsföll nýbura eru svo óeðlilega mikið yfir meðaltali.
Þrátt fyrir að hlutfallið sveiflist milli mánaða er fjöldinn í september 4,9 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum á pari við það sem síðast sást seint á níunda áratugnum.
Heilbrigðiseftirlit Skotlands (PHS), sem er einn af þeim aðilum sem nú rannsaka aukninguna, sagði að sú staðreynd að fjöldi dauðsfalla hafi farið yfir efri vikmörk „bendi til þess að auknar líkur séu á því að eitthvað annað en tilviljun ráði för."
Heimildir: The Herald og BBC.