Arnar Þór Jónsson fv. héraðsdómari segir varhugavert að ala á fordómum í garð óbólusettra

frettinInnlendar

Arnar Þór Jónsson, fv. héraðsdómari, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður samtakanna Frelsi og Ábyrgð segir varhugavert að ala á fordómum í garð óbólusettra í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk þiggur ekki eða getur ekki farið í bólusetningu. Arnar segir að það sé hættuleg vegferð að fara skerða borgaraleg réttindi sem hann varar við og í sögulegu samhengi hefur alltaf endað með ósköpum og ófriði til lengri tíma litið.

Arnar segir að það séu að hrannast upp óveðurský fasisma á meginlandi Evrópu og að hann beri ugg í brjósti gagnvart þessari þróun hér á landi. Ástandið sé orðið mjög alvarlegt og staðan sé sú t.d. í Hollandi að lögreglan er byrjuð að skjóta á borgara sem eru að mótmæla bólusetningarskyldu og sóttvarnarlögum. Í Austurríki sé búið að gera refsivert að vera óbólusettur og er stefnt að því að setja á bólusetningarskyldu í febrúar næstkomandi. Þá sé óbólusettu fólki á Ítalíu bannað að stunda atvinnu.

Arnar bendir einnig á að endanlegar rannsóknir á Covid bóluefnunum sem ekki hafa verið notuð áður og sé ný tækni, liggi ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi í lok árs 2023 og því eðlilegt að fólk vilji hugsa sig um og bíða eftir þeim rannsóknum.

Arnar segir að ef að stjórnvöld fari þessa leið þá verður almenningur að stíga fram því sérhver Íslendingur hljóti að finna það í hjarta sínu að þarna er verið að rjúfa ákveðna hefð, ekki bara stjórnskipunar og lagahefð heldur einnig menningarlega hefð. Það er verið að misvirða dýrmæti og sérstöðu sérhvers einstaklings og sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir sínum eigin líkama. Við verðum að treysta því að það verði borgaralegt viðnám við slíkum aðgerðum og Íslendingar rísi gegn slíkri vegferð.

Viðtalið má hlusta á hér að neðan.