Náunginn hjálparsamtök hafa ákveðið að setja af stað söfnun fyrir óbólusett fólk sem minna má sín í samfélaginu.
Fyrr í vikunni birtust fréttir þess efnis að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur neiti óbólusettu fólki sem þarf á mataraðstoð að halda aðgang inn í húsnæði sitt. Nefndin segist geta sett poka út fyrir eins og um skepnur sé að ræða. Fólkið sem þarf á aðstoðinni að halda getur þar að auki ekki fengið að velja vörur í poka sína, en sumir eru t.d. með mjólkuróþol, borða ekki kjöt o.fl. og hefðu því getað valið annað í staðinn. Slíkt er ekki lengur í boði fyrir óbólusetta og er þá um mismunun að ræða sem er brot á Stjórnarskrá Íslands. Það sama á við um fataúthlutun nefndarinnar.
Mikil niðurlæging hlýtur einnig að fylgja því að fá ekki að koma inn í húsnæðið og ekki ólíklegt að þeir sem ekki geti famvísað bólusetningavottorði veigri sér við að koma á staðinn.
Þar að auki þá getur þessi aðskilnaðarstefna Mæðrastyrksnefndar skapað úlfúð milli fólks, því með fyrirkomulaginu er augljóst að um óbólusett fólk er að ræða og ekki ólíklegt að það gæti orðið fyrir aðkasti frá þeim bólusettu sem margir hverjir hafa verið duglegir undanfarið á samfélagsmiðlum við að kasta ókvæðisorðum í þá sem kjósa að fara ekki í Covid bólusetningu.
Þessi stefna er mögulega brot á persónuverndarlögum þar sem fólk er krafið um heilsufarsupplýsingar. Fjölmargir mega ekki fara í Covid bólusetningu af læknisfræðilegum ástæðum og aðrir kjósa að fara ekki í bólusetningar á þessu stigi þar sem rannsóknum á bóluefnunum lýkur ekki fyrr en í lok árs 2023.
Við teljum að með þessari mismunum og aðskilnaðarstefnu Mæðrastyrksnefndar sé einnig verið að brjóta Mannréttindasáttmálann.
Ákvæðin í Stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmálanum fylgja hér:
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
65. gr.
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
Þetta eru þín mannréttindi! Kynntu þér þau. Leggðu þitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannréttindum, þínum eigin og annarra.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 10. desember 1948.
Samtökin Náunginn munu á næstunni hafa samband við matvöruverslanir og óska eftir matargjöfum. Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning hjálparsamtakanna sem má finna hér neðar og verða þau framlög notuð til að kaupa matarkort og jólagjafir fyrir börn.
Gleymum aldrei að margt smátt gerir eitt stórt, samþykkjum aldrei mismunun í samfélaginu og hlúum að náunganum og þeim sem minnst mega sín. Við viljum að allir geti átt góð jól.
Reikningsnúmer: 1161-26-6012 Kennitala: 601217-2360
Með kærri kveðju
Stjórn Náungans