Rétt eins og síðustu helgi voru nú um helgina fjölmenn mótmæli í helstu borgum heims gegn þvingunum og lokunaraðgerðum yfirvalda í nafni sóttvarna.
Útgöngubann var sett á alla Austurríkismenn í síðustu viku en þeir virðast ekki hafa látið það stoppa sig og hópuðust þúsundum saman út á götur. Austurríki er fyrsta ríkið í Evrópu sem hefur boðað skyldubólusetningu við Covid.
Talið er um 25 þúsund manns hafi safnast saman í borginni Graz í suðurhluta Austurríkis. Mótmælin fóru friðsamlega fram en lögregla rannsakar mál þriggja ungra manna fyrir meintar nasista-kveðjur, en þannig kveðjur varða við lög í landinu.
Kanslari Austurríkis sagði við ítalska dagblaðið Corriere della Sera að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til þrýsta á frekari bólusetningar Austurríkismanna en bólusetningahlutfallið í landinu er eitt það lægsta í Evrópu eða um 65%.
Myndbönd af mótmælum helgarinnar í Austurríki fylgja hér neðar.
Heimild.