Covid á heimilinu
Kæri lesandi
Í ljósi frétta að undanförnu hef ég þetta að segja:
Covid hefur nú yfirtekið heimilið og ég náði loks að smitast. Það hefur komið skýrt fram hjá mér að ég vildi fá náttúrulega mótefnið sem er best og nú er ónæmiskerfið að vinna á veikindunum. Þetta tók sinn tíma og var ég eiginlega búin að gefast upp á því að reyna smitast og farin að sætta mig við að ég myndi sennilega ekki ná því. Ég gat varla verið útsettari fyrir veirunni hér á heimilinu með tvo Covid smitaða, en það tókst að lokum.
Það var á föstudagskvöldið sem mér fór að líða skringilega, var mjög kalt og fór því í heitt bað en þrátt fyrir það var mér enn kalt og drakk því þrjá bolla af heitu sítrónutei. En allt kom fyrir ekki, ég var að krókna úr kulda. Klæddi mig í hlý föt, því mig grunaði að ég væri komin með veiruna.
Ég er svo lánsöm að eiga lyfið Ivermektín og öll þau vítamín sem mælt er með af sérfræðingum erlendis hvað varðar snemmbúna meðferð við Covid. Ég tók ráðlagðan skammt af meðferðinni og náði að sofna. Þegar ég vaknaði um morguninn fann ég fyrir hálsbólgu og höfuðverk og ákvað því að fara í sýnatöku.
Niðurstaðan sem var jákvæð barst í gærkvöldi en heilsan er bara nokkuð góð eftir að ég byrjaði á meðferðinni, kuldahrollurinn farinn og höfuðverkurinn líka, en finn fyrir smávegis þyngslum í lungum en ekki með hósta.
Það sem ég verð að segja og finnst verulega sorglegt er að ekki séu notaðar neinar snemmbúnar Covid meðferðir hér á landi. Fólk sem greinist með Covid er bara sent heim í einangrun, ekki með nein lyf sem draga úr alvarlegum veikindum, en ef alvarleg veikindi verða af Covid þá er mun líklegra að sjúkdómurinn valdi skemmdum og alvarlegum eftirköstum.
Hér á landi (og reyndar víðar) er reynt með öllum ráðum að koma í veg fyrir notkun náttúrulyfsins Ivermektíns og það til dæmis uppnefnt hestalyf, beljulyf, ormalyf o.frv. En staðreyndin er hinsvegar sú að lyfið er fjölverkandi og hefur nú uppgötvast undraverð virkni lyfsins gegn Sars-Cov-2 samkvæmt nýrri rannsókn.
Það er alveg með ólíkindum að þurfa segja frá því að undanfarið hef ég verið að hjálpa fólki sem var orðið mikið veikt og á leið á gjörgæslu þegar það bað mig um að útvega sér Ivermektín. Allir þeir sem fengu lyfið höfðu samband innan fárra daga og þökkuðu fyrir hjálpina. Ein kona hafði verið mikið veik í tvær vikur og karlmaður sem átti að leggja inn á gjörgæslu daginn eftir náði sér fljótt og fann strax mun þegar hann tók lyfið. Hann sagði matarlystina hafa komið aftur, en hann hafði ekki getað borðað í 5 daga og kastað mikið upp.
Talandi um meðvirknina í þessu samfélagi þá er frá því að segja að karlmaður sem fékk hjá mér lyfið á fjölskyldumeðlim sem er læknir. Læknirinn gladdist ekki yfir því að lyfið hefði hjálpað og komið í veg fyrir að maðurinn endaði á gjörgæslu, heldur fór þess í stað að skamma hann fyrir að taka það.
Þá lenti ég í því sama þegar ég gaf dætrum mínum ráðlagðan skammt af Ívermektíni. Fólki virtist alveg sama um það hversu fljótt þær jöfnuðu sig en eldri stelpan mín varð töluvert veikari en sú yngri og kom árangur lyfsins strax í ljós. Fólki fannst sem sagt mikilvægara að fordæma það að ég hafi gefið þeim lyf sem virkar og hótuðu að klaga mig til barnaverndar fyrir vikið.
Persónulega finnst mér glæpsamlegt að ekki séu gefnar neinar snemmbúnar meðferðir hér á landi sem hafa sýnt erlendis að komi í veg fyrir alvarleg veikindi og andlát af völdum Covid. Hér á landi er beðið eftir því að fólk veikist mikið og þarf að leggjast inná spítala. Þetta er ekki eðlilegt og myndi ég vilja sjá nýjan ráðherra skoða fyrir alvöru snemmbúnar meðferðir gegn sjúkdómnum sem ætti að létta svo um munar á heilbrigðiskerfinu. Við almenningur eigum ekki að þurfa að hlaupa í skarðið fyrir lækna til að hjálpa fólki með einhverskonar neðanjarðar heilbrigðiskerfi. Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við þetta ástand. Á spítalanum er svo í ofanálag notað rándýrt lyf sem virkar ekki og er hættulegt, sjá hér.
Á næstunni mun Frettin.is taka viðtöl við einstaklinga sem hafa sögu að segja hvað varðar notkun lyfsins. Hér er til dæmis viðtal við konu sem hafði fengið þrjár Covid spautur en fárveiktist af Covid. Hún náði fljótt bata eftir töku Ívermektíns.
Væntanlegar eru sögur einstaklinga sem notað hafa lyfið eftir að hafa orðið veikir, og eins sögur um góð áhrif lyfsins á aukaverkanir eftir sprauturnar sem t.d. hefur jafnað blóðsykurinn hjá sykursjúkum, gigtareinkenni hurfu o.fl. Karlmaður sem var með vandamál í blöðurhálskirtli segir okkur frá því að það hafi lagast eftir inntöku á nóbelsverðlaunalyfinu.
Ýmsar raunsögur eru því framundan hjá Fréttinni.
Að lokum má geta þess að samkvæmt alþjóðalögum má ekki veita bóluefni neyðarleyfi eða skilyrt markaðsleyfi ef til eru lyf við sjúkdómnum.
Hér að neðan fylgir svo uppskrift af snemmmeðferð, en meðferðin tekur 3-5 daga, stundum lengur. Það fer eftir alvarleika veikinda.
Margrét Friðriksdóttir er ritstjóri Frettin.is
9 Comments on “Náði loks að smitast og komin með veiruna”
Hef verið að velta fyrir mér , hvernig væri að framhvæma könnun meðal þeirra sem eru ,, VAKNAÐIR,, varðandi ,,smit,, veikindi innan þess hóps / fjölskyldu / vina , osfrv , sem er óbólusettur og með frjálsa hugsun . Eins væri mikilvægt að vita ca fjölda þeirra sem tiheyra þessum stórgóða hópi hér á skerinu . Þetta eru nokkrar grúbbur á ýmsum fréttaveitum og ekki auðvelt að safna upplýsingum .
Hef ekki séð neinar svona niðurstöður kannana innan óbólusettra , allavega ekki hérlendis . mbk VS
Láttu þér batna, þá á ég við þig og þína. Takk fyrir þessa grein, hvernig getum við, fólkið þrýst á Lyfjastofnun að gera lyfið fáanlegt á réttu verði. Í rain ætti það að vera eins auðfengin og hjartamagnyl.
Upplýsandi frásögn
Vona að þér batni sem allra fyrst, En í ljósi óáreiðanleika PCR greininga hvernig veist þú með vissu að þú sért með Cov19 en ekki einhverja aðra flensu . Ivermectin ætti að geta læknað þig á örfáum dögum, er það í boði?
Megi þér batna fljótt og að fullu, Margrét. Vingjarnleg kveðja.
Sæl og blessuð, megi batinn verða sem sneggstur.
Hef áhuga að nálgast Ivermektin. Einnig að komast í sprautulausa hópinn og fá umrætt skýrteini.
Mér finnast greinar þínar og leiðarar mjög í takt við við þær skoðanir sem ég hef á þessum málum.
Og löngu tímabært að fréttamiðil sem þorir að segja sannleikann.
https://www.fda.gov/consumers/consumer-updates/why-you-should-not-use-ivermectin-treat-or-prevent-covid-19
https://www.bbc.com/news/health-58170809
Sæl hefði áhuga á að nálgast lyfið.hvernig getceg það?
Frábær pistill hjá þér