Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur hafnað lögmæti skyldubólusetningu Bandaríkjaforseta. Tilskipun forsetans náði til allra fyrirtæki í landinu með 100 starfsmenn eða fleiri. Gengist starfsfólkið ekki undir bólusetningu hefði það reglunum samkvæmt átt að fara vikulega í sýnatöku og vera með andlitsgrímur.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að tilskipunin gengi lengra en völd forsetans ná til.
Dómurinn samþykkti þó álit um að bólusetningarskylda upp að ákveðnu marki fyrir starfsmenn opinberra heilbrigðisstofnana gæti staðist lög.
Biden vonsvikinn - Trump fagnar
Forsetinn hafði lagt reglunar til sem lið í baráttunni við útbreiðslu kórunuveirunnar. Hann lýsti yfir vonbrigðum sínum með dóm Hæstaréttar og segir hann hafa „stöðvað reglur sem gætu bjargað lífi starfsfólks“.
„Ég kalla eftir að fleiri leiðtogar í atvinnulífinu sýni ábyrgð, rétt eins og einn þriðji af þeim hundrað stærstu fyrirtækjum landsins hafa nú þegar gert, og geri Covid bólusetningu að skyldu innan fyrirtækisins til að vernda starfsfólk og samfélagið allt.“
Fyrrverandi forseti, Donald Trump, fagnaði niðurstöðu dómstólsins og sagði að bólusetningarumboð „hefðu eyðilagt hagkerfið enn frekar“.
„Við erum stolt af Hæstarétti fyrir að hafa ekki gefið eftir,“ sagði hann í yfirlýsingu. ,,Engar skyldubólusetningar!"
BBC.