Íslenskur lyfjafræðingur fjallaði um virkni ivermectin gegn Covid í meistararitgerð

frettinInnlendar6 Comments

Í desember 2020 birti mbl.is frétt um að Esther Vikt­oría Ragn­ars­dótt­ir hafi unnið meist­ara­rit­gerð sína í lyfja­fræði um lyfið iver­mect­in, sem helst hefur verið notað gegn sníkjudýrasýkingum hjá Afríkubúum.

Í rann­sókninni skoðaði Esther hvort mögu­leiki væri á að gefa börn­um lyfið með nefúða. Hún komst einnig að því að lyfið sýndi virkni gegn kórónuveirunni sem veld­ur sjúkdómnum Covid-19.

Esther sagði í samtali við mbl.is:

„Upp­runa­lega átti rit­gerðin alls ekki að tengj­ast Covid en þegar ég fór að skrifa og leita heim­ilda sá ég nokkr­ar grein­ar sem fjölluðu um þetta. Ég talaði mikið við leiðbein­and­ann minn um þetta. Hon­um fannst al­veg um að gera að skrifa um þetta þar sem við erum í miðjum heims­far­aldri. Hann var sjálf­ur ekki al­veg viss hvað væri á bak við það því þetta er allt svo nýtt.“

Afr­íka fór betur út úr faraldrinum en reiknað var með

Lyfið iver­mect­in er notað við sníkju­dýra­sjúk­dóm­um t.d ár­blindu (e. ri­ver blind­ness) og fleiri van­rækt­um sjúk­dóm­um þró­un­ar­landa. Þess­ir sjúk­dóm­ar eru mjög al­geng­ir í Afr­íku sunn­an Sa­hara. Lyfið er bæði gefið sem meðferð og til að fyr­ir­byggja sjúk­dóma á þeim svæðum þar sem þar sem þeir eru hvað út­breidd­ast­ir. Fólk tek­ur lyfið gjarn­an í u.þ.b 15 ár eða þann tíma sem tek­ur sníkju­dýrið að drep­ast.

„Marg­ir hafa furðað sig á því hvers vegna Afr­íka virðist hafa sloppið bet­ur en bú­ist var við varðandi sýk­ing­ar og dauðsföll af völd­um Covid-19 og nokkr­ar ástæður hafa verið tald­ar til. Þjóðin er ung, hún er vön að glíma við far­sótt­ir og svo virðist sem að þeir sem þjást af sníkju­dýra­sjúk­dóm­um sýkj­ast ekki eins al­var­lega af Covid-19 og ekki í eins mikl­um mæli og aðrir. Þegar ég fór að fylgj­ast með út­breiðslu Covid-19 sjúk­dóms­ins á net­inu í þeim Afr­íku­lönd­um þar sem lyfið er notað virðist vera minna um sjúk­dóm­inn við árn­ar þar sem það er mest notað. Því velti ég því fyr­ir mér hvort iver­mect­in hafi hugs­an­lega ein­hver fyr­ir­byggj­andi áhrif gegn SARS-CoV-2,“ seg­ir Esther.

Esther fann síðan rann­sókn­ir ástr­alskra vís­inda­manna sem studdu grun um að lyfið hefði góð áhrif gegn SarS-Cov-2, veirunni sem veld­ur Covid-19.

„Vís­inda­menn í Ástr­al­íu könnuðu þetta lyf gegn veirunni í til­raunaglasi og fengu mjög áhuga­verðar niður­stöður, því lyfið virt­ist hafa mjög mik­il áhrif á stutt­um tíma. Mér fannst þetta áhuga­verður vink­ill á þetta marg­brotna lyf og vildi endi­lega hafa það með í rit­gerðinni,“ seg­ir Esther við mbl.is

Ivermectin er ódýrt lyf og niður­stöður lofa góðu

Eftir rann­sókn­ áströlsku vís­inda­mann­anna, gerðu marg­ir aðrir vís­inda­menn og fagaðilar til­raun­ir á Covid-sjúk­ling­um með því að nota lyfið eitt og sér eða með öðrum lyfj­um.

„Niður­stöður hafa lofað nokkuð góðu, sér­stak­lega ef lyfið er tekið snemma í veik­inda­ferl­inu. Lyfið er ódýrt, breiðvirkt og hef­ur sannað virkni sína gegn ýms­um sjúk­dóm­um og hef­ur fáar sem eng­ar auka­verk­an­ir. Ef niður­stöður fleiri rann­sókna á iver­mect­in gegn SarS-CoV-2 koma til með að reyn­ast já­kvæðar og ör­ugg­ar er lyfið ef­laust góður kost­ur í þeirri bar­áttu, sér­stak­lega fyr­ir fá­tæk­ari þjóðir heims,“ seg­ir Esther.

Um sögu og uppgötvun nóbelsverðlaunalyfsins ivermectin má einnig lesa hér.

Grein mbl.is

6 Comments on “Íslenskur lyfjafræðingur fjallaði um virkni ivermectin gegn Covid í meistararitgerð”

 1. Samt er fólk enn að tala um „ormalyf fyrir hesta“ og þykist fyndið. Hvaða meinloka er þetta?

 2. Hér að ofan stendur að ivermectin „hafi fáar sem engar aukaverkanir“.
  Ég hef núna flett upp á fjórum erlendum leitarsíðum og þar er nú sagt allt annað. Lyfið er langt frá því að vera hættulaust. („en það eru auðvitað bara lygar“)

 3. Ef rannsóknir á Ivermectin gegn SARS-CoV-2 sem er markaðslyf og hefur verið í sölu og dreifingu í tugi ára hefði sýnt fram á góða virkni gegn vírusinum þá hefði lyfjafyrirtækin aldrei fengið að þróa gena og frumubreytanlegt tilraunalyf, sleppt mörgum skrefum og árum í þróunnar vinnu, fengið að selja lyfið án ábyrgðar á skaðsemi þess og grætt eins og við vitum mörg þúsund milljón dollara.

  Ef alþjóðasamfélagið byrjar svo að nota Ivermectin eins og raunin er í dag, þó með erfiðleikum eins og við sjáum á Íslandi þar sem opinber embætti reyna allt til að hindra það, mun á endanum koma í ljós að það virkar gegn þessum vírus og skilyrt markaðsleyfi mRNA tilraunalyfja verður á endanum afnuminn.

  Samningur ísl ríkissins við GAVI tekur sérstaklega fram að það megi ekki nota nein lyf nema þau sem eru nafngreind í samninginum.

  Lyfjafyrirtækin (glóbalistarnir) græða ekkert á Ivermectin enda hefur engin einkaleyfi á því lengur. Svo er margt annað að gerast bakvið tjöldin sem á eftir að koma í ljós seinna meir.

 4. Þessi lyfjafræðingur á skilið mikið hrós fyrri hugrekki!
  Ég er honum innilega sammála.
  Að banna lyf sem læknar er tortryggilegt, það er öruggt.
  Það minnir mig á hjá fyrr á árum þegar lyfjaiðnaðurinn bannaði
  að lækna krabbamein með meinlausum aðgerðum, auðvitað
  vegna þess að það gaf ekkert í kassann, hvorki fyrir læknirinn
  eða lyfjaiðnaðinn.

 5. Það sem Trausti segir hér að ofan, eru bara blákaldar staðreyndir. Það getur hver sem er og nennir að grafa eftir staðreyndum séð það að í Bandaríkjunum, þar sem þetta byrjar allt, að þarlendis (og í Evrópu og víðar) fær enginn neiðarleyfi fyrir hraðsoðsnu lyfi eða bóluefni hjá þeirra Lyfjastofnun (FDA), ef einhver lyf eru til fyrir sem vitað er að geta leyst sama vanda. Og einnig, að ef einhverju lyfi/ bóluefni hefur verið gefið neyðarleyfi, þá skal draga leyfið til baka ef uppgötvast að lyf með fullt leyfi finnst sem getur leyst sama vanda.
  Fólk virðist ekki almennt átta sig á því hversu mikil völd eru orðin hjá þeim ríkustu í heiminum, eftir að þeir/ þau tóku saman höndum fyrir all nokkru síðan, með árlegum ráðstefnum í Davos í Swiss. Oft er talað um þessa elítu sem Davos klíkuna. Þau eiga orðið stæðsta hluta stærri fyrirtkja, félaga samskiftamiðla og fjölmiðla heimsin á móti (með) Kínverjum. Vanguard og Blackstone ásamt örfáum í viðbót, eiga meirihluta í flestum stærri fjölmiðlum heimsins og Bill Gates styrkir (mútar) flesta stærri miðla sem eru ekki kaupanlegir (til dæmis ríkis fjölmiðla).
  Þau sem vita þetta, gera ser grein fyrir því að öllum lyfjum sem til voru fyrir, voru örugg og ódýr, hefur verið rutt úr vegi fyrir gróðaplott hinna ofurríku. Í byrjun voru það lyf sem Trump nefndi til sögunnar (hann rakst ílla í hóp þeirra ríku): Hydroxyclorocine og Clorocine, næst var það Ivermectin, seinna “gömul antiviral lyf” saman tvö í comboi, t.d. uppgötvaðist írannsókn í Swiss að tvö þannig lyf saman virkuðu mjög vel. Einnig tvö þannig lyf í comboi, sem notuð voru þegar Trump veiktist af covid. Og margt fleira má nefna. Til dæmis ef einstaklingur nær D-vítamíni yfir 50 mg/l. þá er ólíklegt að viðkomandi veikist alvarlega af covid.
  En nú er FDA í US byrjaðir að gefa fullt leyfi fyrir genaþerapiu tilrauna bóluefnunum, og þá geta þeir farið að “uppgötva” gömlu lyfin.
  Og varðandi eitt komment hér að ofan varðandi skaðsemi Ivermectin: Skoðaðu eigendur miðlana sem dreifa fölsuðum áróðri um Ivermectin. En eins og bæði rannsakendur og læknar hafa sagt: aukaverkanir af notkun Ivermectin í réttum skömmtum er minni en af Parasetamol.

Skildu eftir skilaboð