19 ára vonarstjarna Juventus í aðgerð vegna hjartsláttartruflana

frettinErlentLeave a Comment

Marco De Graca, framherji Juventus, mun gangast undir hjartaaðgerð eftir að hann greindist með hjartsláttartruflanir, segir í frétt Juventus FC.

De Graca, sem lék sinn fyrsta leik í meistaradeildinni í síðasta mánuði, mun nú neyðast til að hætta að spila í að minnsta kosti 30 daga. Hann er aðeins 19 ára og er að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu en er með fast sæti í 23 ára og yngri liðinu.

Fréttin um hjartsláttartruflanir De Graca kemur skömmu eftir að Alphonso Davies, stjarna Bayern München, greindist með hjartavöðvabólgu. Davies hafði fengið örvunarskammt af Covid bóluefni í vetrarfríinu í desember.

Massimiliano Allegri, yfirþjálfari Juventus, staðfesti þann 11. janúar á blaðamanna-fundi að allir leikmenn liðsin hefðu verið bólusettir fyrir utan markvörðinn Wojciech Szczęsny.

Í síðasta mánuði tilkynnti knattspyrnustjarnan Sergio Aguero að hann væri hættur í fótbolta eftir að hafa greinst með hjartsláttartruflanir. Hann var fullbólusettur.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð