Judical Watch höfðar mál gegn CIA – varðar ákærðan lögmann Hillary Clinton

frettinErlentLeave a Comment

Samtökin Judicial Watch  í Bandaríkjunum hafa höfðað mál samkvæmt heimild í upplýsingalögum (FOIA) gegn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) til að fá afhent gögn um fundi og símtöl milli starfsmanna CIA og fyrrverandi lögfræðings Hillary Clintons, Michael Sussmann.

Sussmann hefur verið ákærður fyrir að gefa ranga yfirlýsingu til alríkisfulltrúa.

Þá er hann grunaður í rannsókn sem miðar að því að komast til botns í röngum fullyrðingum leyniþjónustusamfélagsins í Bandaríkjunum um að Donald Trump hafi verið rússneskur njósnari. Áttu samstarfsmenn Clinton í kosningabaráttu hennar til forseta margþætt samstarf við ýmsar stofnanir ríkisins þegar kosningabaráttan stóð yfir.

Forseti Judicial Watch, Tom Fitton, sagði: „CIA er í feluleik varðandi samskipti sín við lögfræðinginn sem er bendlaður við leynilegar njósnir um Trump forseta. Hvað er CIA að fela um hlutverk sitt í þessu samsæri gegn Trump forseta?“

Samtökin höfðuðu málið eftir að CIA svaraði ekki beiðni þeirra frá 26. október 2021 um að fá gögnin.

Heimild

Skildu eftir skilaboð