Í Bretlandi vilja menn ekki banna bælingameðferðir á transfólki

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Snemma á þessu ári lagði Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn fram frumvarp um að gera bælingameðferðir á hinsegin fólki refsiverðar, þ.e. refsivert að neyða einstakling til að undirgangast meðferð í þeim tilgangi að bæla eða breyta kynhneigð sinni, kynvitund eða kyntjáningu. Einnig vill hún bann við því að framkvæma eða hvetja, með beinum eða óbeinum hætti, til slíkra meðferða á börnum. Í Bretlandi hefur ríkisstjórnin þurft að takast á við svipað eða sama frumvarp. Fyrst var niðurstaðan sú að núverandi lög í landinu ættu að duga til að taka á slíkum brotum á persónufrelsi en niðurstaðan var samt sú að gera eingöngu bælingarmeðferð LBG fólks refsiverða, en undanskilja transfólk.

Translobbístar hafa tekið yfir Stonewall

Varla verður samt sátt um þessa niðurstöðu en hana verður að túlka í ljósi vaxandi andstöðu við Stonewall samtökin sem voru stofnuð 1989 til að berjast fyrir réttindum homma og lesbía en hafa beint orku sinni að réttindum transfólks á síðari árum með þeim afleiðingum að hommar, lesbíur og þeir er hneigjast til beggja kynja hafa stofnað önnur samtök, LGB Alliance. Eitt af því sem fer í taugarnar á LGB meðlimunum er að karlar teljist nú geta verið lesbíur og konur hommar - sem gerir það að vera hommi eða lesbía merkingarlaust og ógnar þar með sjálfsvitund þeirra. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins breska var spurður að því nýlega í viðtalsþætti á LBC hvort kona gæti verið með typpi og vafðist honum mjög tunga um tönn og svaraði því ekki. Hefði hann sagt nei þá hefði trúlega hafist hatursherferð gegn honum.

Almenningur er ekki heldur hrifinn af hugmyndafræði Stonewall. Eitt af því er samtökunum hefur dottið í hug er að fá kennara að hætta að segja strákur og stelpa en nota kynhlutlaust orð í þess stað og svo er það stríðið gegn orðinu móðir, sem þykir einnig of kynjað. Hugmyndir þeirra um rétt einstaklinga til að velja hvaða aðstöðu sem hefur verið merkt öðru hvoru kyninu þeir vilja nota hafa mætt mikilli andstöðu og eru sagðar ógna öryggi barna, kvenna, sjúklinga og fanga. Andstaða gegn því að banna bælingarmeðferðir á transfólki mun þó trúlega helst byggjast á ótta við að translobbíistar muni misnota lögin og reyna að fá það í gegn að allt annað en segja já og amen við sjálfsgreiningum fullorðinna og barna verði gert refsivert. Sjá menn fyrir sér að sálfræðingar sem reyndu að grafast fyrir um upptök tilfinningarinnar um að tilheyra gagnstæðu kyni eða foreldrar sem telja að barn sitt hafi orðið fyrir hópþrýstingi eða hópsefjun og sé alls ekki trans gætu lent í vandræðum.

Skildu eftir skilaboð