Fyrrum krikketleikaranum Ryan Cambell haldið sofandi eftir hjartaáfall

frettinErlentLeave a Comment

Fyrrum krikketleikarinn, Ryan Campbell frá Ástralíu, er haldið sofandi á sjúkrahúsi í London eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall.

Útvarpsstjórinn Gareth Parker sagði fréttirnar á áströlsku útvarpsstöðinni 6PR Breakfast í borginni Perth á þriðjudagsmorgun.

Parker sagði að Campbell væri að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall, aðeins viku eftir að hafa heimsótt fjölskyldu og vini í Perth.

„Cambo er núna á gjörgæslu á sjúkrahúsi í London eftir að hafa fengið hjartaáfall á sunnudag,“ sagði Parker.

„Þessar fréttir eru mikið áfall fyrir fjölskyldu hans og vini heima í Ástralíu, sem frétti af þeim á páskadag.

Campbell, sem er þjálfari krikketliðs í Hollandi, er sagður hafa fengið hjartaáfall þegar hann var á leikvelli með börnum sínum.

Sagt var frá því að vegfarandi hafi reynt endurlífgun á Campbell og verið hjá honum þar til sjúkrabíll kom.

„Ryan var enn með púls þegar sjúkraflutningamenn komu um 15 mínútum síðar, hann hefur verið á sjúkrahúsi síðan,“ sagði Parker.

„Hann er farinn að anda að hluta til sjálfur, blóðþrýstingurinn er góður, sem er góðs viti. Læknar telja ekki að Campbell haf orðið fyrir hjartaskaða en þeir hafa ekki getað fundið út nákvæmlega hvað er að gerast núna.

Parker sagði að Campbell verði haldið sofandi þar til á miðvikudag. „Ég sá hann í síðustu viku og hann leit vel út,“ sagði Parker.

Hinn 50 ára gamli var í Perth í síðustu viku áður en hann ferðaðist til Bretlands til að heimsækja fjölskyldu eiginkonu sinnar Leontina.

Campell er þriðji ástralski krikketleikarinn til að fá hjartáfall á stuttum tíma. Í síðasta mánuði lést krikketmeistarinn Shane Warne eftir hjartáafall, 52 ára. Á sama sólarhring lést einnig Rod Marsh, 74 ára,  eftir hjartaáfall.

Um helgina kom fram í vinsælum áströlskum íþróttaþætti að menn teldu að Covid bóluefnin væru orsök hinnar miklu aukningar á hjartáföllum o.fl. meðal íþróttamanna.  Þátturinn olli nokkrum usla.

Skildu eftir skilaboð