Samfélagsmiðlar gera okkur heimsk

frettinPistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og kennari skrifar:

Liðinn áratugur er afbrigðilega hagfelldur heimskum á samfélagsmiðlum, skrifar bandaríski félagsfræðingurinn Jonathan Haith í tímaritið Atlantic. Haidt var kallaður í viðtal til að útskýra staðhæfinguna.

Samfélagsmiðlar gera börn og unglinga vansæl, segir félagsfræðingurinn, og vísar í tvöföldun á þunglyndi, sjálfsskaða og sjálfsmorðum.

Í heimi fullorðinna birtist innreið virkra á samfélagsmiðlum sem niðurbrot samfélagslegra gilda í nafni fjölbreytileika en það er annað orð yfir skoðanakúgun. Þeir sem hugsa út fyrir vébönd rétttrúnaðarins, segir Haidt, eru úthrópaðir og útilokaðir. Afleiðingin er lítilmótleg hjarðhugsun sem þolir ekki önnur sjónarmið.

Haidt nefnir ekki dæmið um framhaldsskólakennara sem stofnuðu leshring að stúdera blogg samkennara um pólitík og samfélagsmál. Leshringurinn gengur undir nafninu Má bjóða þér að brjálast. Þegar fundinn var texti er braut í bága við rétttrúnaðinn efndi leshringurinn óðara til vanlíðunar og undirskriftarsöfnunar. Kennarinn var fordæmdur fyrir ósamþykktar skoðanir. Markmiðið var að svipta einfarann æru og atvinnu. Fjölbreytileiki í framkvæmd.

Á áratug heimskunnar er samkeppnin hörð um gullverðlaunin.

Skildu eftir skilaboð