Streita eykur hættu á brjóstakrabbameini

frettinErlent, PistlarLeave a Comment

Grein eftir Veronique Desauliniers - NaturalHealth365

Það að greinast með brjóstakrabba er vissulega mjög tilfinningaþrungið.  Óttablandnir þankar bæra á sér og um leið kemur urmull af spurningum upp í hugann.  Maður veltir fyrir sér hvers kyns meðferð á við, hver útkoman gæti orðið og hvernig þú og fjölskyldan munu fara í gegnum þetta ferli. 

Ég hef fengist við þessar aðstæður alla tíð og get sagt ykkur að tilfinningalegt álag bælir ónæmisvirkni og eykur líkur á krabbameini.   Í raun fjallar ráð #4 í töflunni 7 ítarráð til að lækna líkamann á náttúrulegan máta um að lækna tilfinningaleg áföll um leið og unnið er að lækningu á líkamlegum meinum.   En hvaða samband er svo sem á milli brjóstakrabbameins og tilfinninga? 

Ameríska krabbameinsfélagið viðurkennir samband  á milli tilfinninga og sjúkdóma

Rannsóknir á sambandi huga og líkama ná lengra aftur í tímann en þú gætir haldið.  Árið 1959 sagði Dr. Pedergast, sem er ríkjandi krabbameinslæknir og forseti Ameríska krabbameinsfélagsins: 

 „Fundist hafa sannanir fyrir því að sjúkdómsferlið almennt er undir áhrifum af tilfinningalegu ójafnvægi.  Það er einlæg von mín að okkur takist að tengja þann fjarlæga möguleika, að í huga mannsins felist kraftur sem er fær um að gangsetja hvetjandi öfl sem ýmist hraða eða stöðva framvindu þessa sjúkdóms (krabbameins).“  

Dr. O. Carl Simonton var oft kallaður „faðir lækninga þar sem unnið er með huga og líkama til lækninga fyrir krabbameinssjúka“ og er best þekktur fyrir frumkvöðlarannsóknir á sviði geðfélagslegra krabbameinslækninga í byrjun 8. áratugarins.   Hann hannaði líkan um TILFINNINGALEGAN STUÐNING TIL MEÐFERÐAR KRABBAMEINS þar sem hugtakið er kynnt þannig að andleg líðan sjúklingsins hefur áhrif á hvort hann hefur getuna til að lifa af og læknast af sjúkdómnum.  Þetta kerfi sem byggir á tilfinningarlegri líðan fékk jafnvel viðurkenningu hjá Landlæknismiðstöð Skurðlækninga. 

Dr. Simonton nýtti tilfinningastuðningskerfið til lækninga fyrir sjúklinga sína, á meðan hann var enn að störfum, og uppgötvaði að með því sá hann lengri líftíma og bata í lífsgæðum þeirra.  Hann trúði að „tilfinningar eru sterkur og drífandi kraftur í ónæmiskerfinu og einnig í öðrum kerfum líkamans.“ 

Skilningur á hvernig viðvarandi neikvæðar tilfinningar geta sett af stað vöxt krabbameinsfruma 

Rannsóknir sýna og skýra samhengið á milli huga og líkama.  Eftirfarandi eru 4 algeng hegðunarmynstur sem finnast oft hjá fólki sem fær krabbamein.  Listinn byggir á rannsóknum Douglas Brodie, MD: 

  1.  Alvarlegur missir ástvins, svo sem skilnaður eða dauði, yfirleitt 6-18 mánuðum áður en krabbameinið greinist 
  2. Léleg sjálfsmynd 
  3. Sterk tilhneiging til dómhörku og reiði 
  4. Skortur á getu til að viðhalda og þróa langtíma kærleikssambönd
Bætt tilfinningalíðan getur hjálpað til við að ná bata eftir að hafa greinst með krabbamein 

Á hvaða hátt er hægt að finna leið til að heila tilfinningalegt hegðunarmynstur sem varað hefur jafnvel alla ævi? 

Það er tvennt sem skiptir grundvallarmáli þegar tilfinningalega og um leið líkamlega heilunarferlið hefst : 

  1. Fyrsta er að ÞÚ VERÐUR AÐ VILJA BREYTA TIL.  Ekki er hægt að ná fram nokkurri breytingu nema viljinn til að bæta líkamlegt og  tilfinningalega og andlega líf sitt sé til staðar. 
  2. Þú verður að hafa TRAUST/TRÚ.  Hjá mörgum snýst þetta einnig um að hafa trú á æðri máttarvöldum. Hver sem trú þín er, er trúin á sig sjálfan mikilvægust, að þú hafir það sem þarf til að ná heilsu á ný.

Að auki verðurðu að búa yfir miklu trausti á þeirri meðferðarleið sem þú hefur valið. 

Mikilvægt er að fá þann stuðning sem þarf til að ná tilfinningalegu jafnvægi

Hluti af tilfinningalega heilunarferlinu er að hnitmiða hvers konar hugar/líkamlegan stuðning, það er sem þig vanhagar um og síðan að taka skrefin til að finna þann stuðning.  Það að stunda hugleiðslu er grundvallaratriði, hvaða leið sem þú annars velur. 

Rannsókn sem framkvæmd var við Háskólasjúkrahúsið í Massachusetts sýnir að hugleiðsla geti jafnvel endurframkallað eða byggt aftur upp gráa massann í heilanum á svo stuttum tíma sem 8 vikum. Þessar niðurstöður fengust með 30 mínútna hugleiðslu dag hvern. 

Eitt hugleiðslutólið sem ég notaði persónulega eftir að ég greindist með brjóstakrabbamein (og nýti enn í dag) er kallað Silva aðferðin.   Sá sem þróaði þessa aðferð, Jose Silva, trúði að 90% af sjúkdómum ættu rætur sínar að rekja til hugans og gætu því að einhverju marki verið snúið við með huganum.  Silva fann út 3 úrslitaþarfir fyrir áhrifaríka lækningu með huga og líkamlegum lækningum eftir að hafa unnið með tugi þúsunda nema: 

1. Virkni á Alpha og Theta tíðnum

Með því að fara í  Alpha og Theta tíðnir hefur það sömu áhrif og að hugleiða.  Þegar einhver hugleiðir er viðkomandi vísindalega séð að lækka tíðni Alpha og Theta bylgna.  Jose Silva fann út að fólk sem nær því að vera í þessum lágu tíðnum komst í ástand þar sem frumur lagfæra sig, álag hverfur eða leysist upp, ónæmiskerfið styrkist og líkamleg einkenni sjúkdómsins minnka í mörgum tilvikum. 

2. Gangsetning á krafti batasýna 

Batasýnir (eða hugsýn á bata) snýst um að sjá fyrir sér lokatakmarkið eða endanlega útkomu eftir bata á meðan þú ert í Alpha eða Theta tíðninni.  Það að sjá fyrir sér að æxlið skreppi saman og jafnvel hverfi að lokum er öflug æfing. 

3. Það að ná að nýta Þ-T-V hugarferlið 

Getan til að „ÞRÁ, TRÚA OG VÆNTA“ að bati náist er fyrsta skrefið til að það raungerist.  Ef þú leggur þig alla/n fram um að ná fullkomnum bata – líkamlega, tilfinningalega og andlega- og byrjar að haga þér samkvæmt því markmiði, muntu án nokkurs vafa fara að „SJÁ“ jákvæða útkomu í rauntíma í lífi þínu. 

Af hverju ekki að gefa hugar/líkams lækningingatóli eins og hugleiðslu tækifæri og prófa þetta og „SJÁ“ svo útkomuna sjálf/ur. 

Heimild

Skildu eftir skilaboð