Mikil veikindi fjölda fólks vegna skaðlegrar útgufunar frá svefnvöru úr plastefnum

frettinInnlendarLeave a Comment

Greinin birtist fyrst á Heilsurhringurinn 26.apríl:

Fyrir 5 árum var ég farinn að hugsa um það alvarlega hvort að líf mitt væri að lokum komið. Ég hafði í nokkur ár brotið heilann um mörg atriði í gegnum heilaþokuna: Hvers vegna mér liði svo illa, afherju tugir krónískra líkamlegra einkenna væru að koma og fara, afhverju hluti þeirra væri alltaf til staðar, afhverju ég svitnaði mikið í svefni, afhverju ég væri að missa hárið, afhverju ég væri alltaf þreyttur, afhverju ég væri með kæfisvefn, afhverju sár mynduðust á sköflungum, afhverju ég væri með draugaverki sem fluttust til um allan líkamann, afhverju ég væri með miklar bólgur í liðum, afhverju ég væri þrútinn um allan líkamann og andlitið, afhverju læknar sem ég gekk til hlustuðu ekki á mig. Ég var að niðurlotum kominn og stöðugt hugsaði ég um það hvað biði mín og afhverju læknar virtust ekki getað hjálpað.

Sumarið 2017 uppgötvaði ég ástæðuna! Það var útgufun frá þrýstijöfnunarrúmdýnunni minni og koddanum sem ég hafði notað í 11 ár. 
Þegar ég hugsaði til baka þá sá ég að heilsuandamál mín byrjuðu þegar ég fékk þessar svefnvörur. Um leið og ég skipti yfir í heilnæmari svefnvöru þar sem svampefni voru í lágmarki, þá varð heilsa mín miklu betri. Þetta er einföld útilokunaraðferð þar sem eina breytingin í mínu lífi var að skipta yfir í náttúrulegri svefnvöru. Miklar þjáningar og fjárhagskostnaður voru úr sögunni einungis eftir þær breytingar.

Svampefni í svefnvöru eru í grunninn hráolía sem breytt er í Polyurithan plastefni og áfram þróað í plast sem er mýkt með VOC efnum (Volatile Organic Compounds) til að verða svampur. Svo er bætt í tugum VOC efna fyrir "Memory Foam" svamp, sem er extra mjúkur og þrýstijafnandi svampur, sem í mörgum tilfellum er notaður í efsta lag rúmdýna og kodda. En vegna mikils fjölda VOC efna við gerð hans til að ná fram þessum eiginleikum þá virðist hann gefa frá sér mestu útgufun rokgjarna efnasambanda sem valda verstu veikindum fólks. Þannig að svampefni í rúmdýnum og koddum er í raun mýksta tegund af örþunnum plastveggjum sem umlykja loftbólur.

Þetta mjúka plast inniheldur mesta magn af VOC (Volatile Organic Compounds) það eru lífræn rokgjörn efnasambönd. Það hámarkar styrk og um leið mýkt, en vegna þess að þetta er í grunninn olía sem fuðrar upp í eldhaf við íkveikju, þarf að blanda í vöruna skaðlegum eldvarnarefnum. Vegna þess að sett eru saman tugir VOC efna veldur það stöðugri útgufun skaðlegra efna úr þessum dýnum og koddum sem við dveljum í náinni snertingu við oftast næstum nakin í langan tíma hverju sinni.

Umhverfisstofnun varar við því að mjúk plastleikföng sem innihalda VOC útgufunarefni séu hættuleg börnum. Þar sem ,„plastblæðing“ stöðug útgufun efnanna komist inn í gegnum húð og öndunarfæri barna. Þetta gildir einnig um mjúkt plast ,,svamp“ í rúmdýnum og koddum og þar liggja börnin stærstan hluta sólarhringsins fyrstu ár lífs síns.

Ónæmiskerfi, taugakerfi og hormónastarfsemi veikist mikið við þessa mengun og líklegt er að fólk sem veikist vegna þessara útgufunarefna sé verr í stakk búið til að takast á við veikindi almennt og þá sérstaklega COVID.

Aðgerðarleysi og hunsun upplýsinga sem Landlæknisembættið hefur búið yfir í 4 ár gæti hafa aukið á veikindi heillar þjóðar vegna COVID. Í þætti Kveiks 1. mars 2022 kemur fram að skaðleg VOC efni sem ófrísk kona er með í líkama sínum, komast inn í fóstur og í gegnum öryggishimnu heila þeirra sem gætu þannig valdið þroskaskerðingu. 

Umhverfisstofnun Danmerkur mælti með því sumarið 2018 eftir ítarlega rannsókn að mjúk kreistileikföng sem seld voru þar í landi yrðu tekin úr sölu. Þar var gengið svo langt að tala um að útgufun VOC efna væri svo skaðleg börnum að bara það að hafa þessi leikföng í sama herbergi væri skaðleg börnum.

Umhverfisstofnun Íslands birtir frétt um skaðsemi plastefna.
Önnur frétt Umhverfisstofnunar Íslands er um áhyggjur þeirra vegna ófrjósemi sem megi rekja m.a. til skaðlegra efna í plasti.

Fjöldi rannsókna í heiminum benda til skaðlegra áhrifa plastmengunar á fólk. 
Vegna upplýsinga um skaðsemi frá mýktu plasti í leikföngum og öðrum vörum sem notuð eru dags daglega vara Umhverfisstofnanir Íslands og Danmerkur við notkun á mýktu plasti og vísa í rannsóknir því til staðfestingar. Má draga þá ályktun að notkun sams konar plasts í svefnvöru sé mun skaðlegri. Þar sem það er í náinni snertingu á hverri nóttu í 7-8 tíma hjá fullorðnum og í mun lengri tíma hjá börnum og eldra fólki.

Í sölu á svefnvöru ríkja eiungis lög  „villta vestursins“. Það er leyfilegt er að kalla rúmdýnu sem inniheldur svamp ,„heilsudýnu“ þó að hinn hræðilegi sannleikur sem við nú erum að uppgötva sýni að réttnefnið ætti að veraheilsuspillandi dýna“. Vegna áðurnefndra rannsókna fjarlægja nú foreldrar leikföng úr mjúkplasti frá börnum sínum en leggja þau svo til hvílu á miklu stærri mjúkplastsklump sem kallast ,,heilsudýna“ þar sem skaðleg áhrif eru margfalt meiri frá plastblæðingu og skaðlegum áhrifum samkvæmt rannsóknum Umhverfisstofnana!

Á meðan að verið er að reyna að takmarka plastnotkun í verslunum, þá er plast ,,svamp“ svefnvara seld hér með engum auka álögum. Það þýðir að söluaðilar svefnvöru úr plasti eru í yfirburða aðstöðu á markaði umfram þá sem selja svefnvöru sem eingöngu inniheldur náttúruleg efni. Framleiðslu- flutnings- og geymslukostnaður plast svefnvöru er einungis brot af söluverði hennar. Það gefur söluaðilum hennar mikið forskot á markaði umfram þá sem selja náttúrulega svefnvöru.

Þegar kemur að því að losa sig við plastefna dýnuna, er hún einfaldlega urðuð og veldur skaðlegum áhrifum á umhverfið um ókomna tíð. Enginn sérstakur skattur er á svefnvörur sem innihalda plast, þó að magnið sem til fellur þar til urðunnar sé jafn mikið og magn plastpokanna sem hent var fyrir nokkrum árum.

Ég hef mikið reynt að koma þessu alvarlega máli á framfæri en gengið hægt að fá eftirlitsaðila til að taka á þessum eiturefnafaraldri. Ég stofnaði með aðstoð vina og fjölskyldu eins konar einkarekna hjálparmiðstöð fyrir Íslendinga sem eru að ganga í gegnum mikil veikindi af þessum sökum. Við hittum í hverri viku tugi aðila sem finna fyrir neikvæðum áhrifum útgufunarefna frá svefnvöru og höfum þannig síðustu 3 ár aðstoðað þúsundir til betri heilsu með því að flytja inn lífrænar, heilnæmar svefnvörur sem innihalda ull.

Einnig ráðleggjum við notkun á sérhæfðum lofthreinsitækjum sem eru mikilvæg í bataferlinu. Við höfum heyrt hundruði frásagna fólks af undraverðum framförum til betri heilsu með því að skipta úr plastefna svefnvöru yfir í heilnæma svefnvöru. Við gerðum svo könnun og þar kom í ljós að 100% þeirra sem svöruðu könnunni fundu betri líðan með því eingöngu að skipta yfir í heilnæma svefnvöru. Hér fara á eftir nokkur sýnishorn úr svörum þátttakenda. Spurt var:

Hvaða einkenni hafa breyst eða horfið eftir að skipt var um svefnvöru?
  • Svitinn horfinn og vellíðan að liggja á þessari dásemdar dýnu.
  • Öll einkenni lagast og krafturinn kominn aftur.
  • Þurrkur og pirringur farinn.
  • Sef alla nóttina og eingin pirringur í líkamanum eða sviði í andliti.
  • Núna vakna ég ekki með þurr augu og stíflað nef. Er líka almennt orkumeiri.
  • Öll einkenni eru betri. Röddin er komin til baka, minna slím og hósti, auðveldara að anda, kem betur úr í skoðun hjá lungnasérfræðingi.
  • Einkenni sem eru horfin: Höfuðverkur, liðverkir, svimi, ógleði, tíð þvaglát, þreyta, mæði, hósti.
  • Öll einkenni horfin. Hættur að taka verkjalyf.
  • Hvílist betur og er hætt að svitna.
  • Tek ekki lengur verkjalyf. Ekki lengur með bakverki, ekki lengur með höfuðverki og liðverki á hverjum degi. Hætt að svitna á næturnar.
  • Bakverkir lagast, mýkri líkami, suð í eyra minnkað til muna, neglur lagast, vöðvabólga minnkað mikið, augu lagast mikið.
  • Hætt að svitna á næturnar, vakna ekki með þrútin augu, ekki lengur, með verki í fótum og mjöðmum, hætt að nota krem á húðina vegna kláða, hætt hjá sjúkraþjálfara og ekki misst úr dag í vinnu eftir að ég keypti nýju dýnuna.

Lýðheilsustöð þarf að vinna í þessu máli
Skipa þarf starfshóp sem kemur þessu í rétt ferli án aðkomu lækna. Þjáningar fólks eru miklar af þessum völdum og hefur almennt verið sýnd lítilsvirðing í heilbrigðiskerfinu. Þetta er risavaxið vandamál og auk þess kostar það milljarða á ári. Við verðum að grípa til okkar ráða á meðan að fræðasamfélagið þegir þunnu hljóð. Fólk er veikt og þarf sérfræðiaðstoð strax svo að það nái heilsu aftur. Við berum þá ábyrgð að rannsökuð verði þessi meinta efnamengun í svefnvöru og gripið til aðgerða strax.

Margir sem hafa veikst hafa þróað með sér fjöl-efna-næmi FEN MCS og þurfa sérfræðiaðstoð til að komast til eðlilegs lífs aftur. Við getum ekki lokað augunum fyrir þessum hræðilega efnafaraldri sem flæðir yfir okkur. Við verðum að hugsa um börnin okkar sem eiga eftir að líða fyrir það ef við höfum ekki kjark til að grípa til aðgerða nú!

Frá því að ég uppgötvaði fyrir 5 árum að veikindi mín og þúsunda annara íslendinga voru tilkomin vegna skaðlegrar útgufunar frá svamp- og latex efnum í rúmdýnum og koddum hef ég sett gífurlega vinnu í það að upplýsa eftirlitsaðila og fjölmiðla um þetta allt. Ég hef sjálfur lagst í miklar rannsóknir á þessu og talað við þúsundir sem hafa veikst.

Margar sögur hef ég heyrt af því að læknar geri lítið úr þessum veikindum og einnig það að læknar óttist málssóknir ef þeir tjá sig um það sem þeir vita. Á meðan er stór hluti þeirra sem kaupa dýrustu og heilnæmustu svefnvöruna, læknar. Þeir kjósa hana fyrir sig en þegja gagnvart sjúklingum sínum ættu þó oft á tíðum að vita að ástæður veikinda gætu verið loftmengun frá svefnvöru og rakaskemmdum.

Þeir sem veikjast vegna efnamengunar frá svefnvöru verða oft mjög viðkvæmir fyrir rakaskemmdum í húsnæði. Fólk þróar með sér MCS eða umhverfisóþol og tel ég aðal ástæðuna vera áhrif frá svefnvöru. Hópurinn stækkar ört sem finnur fyrir lélegum loftgæðum á t.d. vinnustað og farið er í of umfangsmiklar framkvæmdir vegna rakaskemmda oft á tíðum vegna þessa.

„Ég reyndi mikið til að fá fréttamenn RÚV til að skoða þetta með mér en var að lokum hálfpartinn vísað þar á dyr“

Viðtal sem tekið var við mig í upphafi uppgötvanna minna, sem til stóð að birta í kvöldfréttum RUV, var fellt niður eftir að starfsmenn þar áttu samtal við söluaðila svefnvöru úr svampi. RÚV reiðir sig á auglýsingatekjur við sinn rekstur og hugsar sig tvisvar um áður en fjallað er um meinta efnamengun frá svefnvöru og studdi þarna hagsmuni söluaðila. Ætti þess vegna að vera tekið af auglýsingamarkaði.

RÚV þjónar hlutverki sem öryggisventill þjóðar og á að fjalla um mál gagnrýnið án áhrifa auglýsenda. Það er hlutverk RUV að fara í saumana á mikilvægum málum og kalla eftir svörum.

Þegar Akureyrarveikin geisaði í kringum 1950 fór Landlæknir fremstur í flokki við að reyna að finna ástæður svipaðra einkenna og herja á fólk nú. En nú fer Embætti landlæknis fremst í flokki við að hunsa og gera lítið úr okkar starfi og gerir okkur í raun erfitt fyrir. Landlæknir hefur setið gegnt mér á fundi og lítillækkað mig fyrir leiðbeina fjölda fólks til betri heilsu með heilnæmri svefnvöru þrátt fyrir að að hafa undir höndum gögn sem styðja þetta.

Það þarf að grípa til hjálparaðgerða strax!

Það er alveg á kristaltæru í mínum huga að mikill fjöldi fólks er nú veikur vegna útgufunar frá svamp efnum. Ég hef gert mitt allra besta til að upplýsa almenning, eftirlitsaðila og RUV um þetta aðkallandi mál. Í byrjun hélt ég að það væri auðsótt að koma þessum upplýsingum á framfæri til réttra aðila. En endanlega komst ég að því eftir fjölda árangurs litla fundi með: Umhverfisstofnun, umhverfisráðherra sóttvarnalækni og landlækni. Af ókunnum ástæðum ríkir þöggun og enginn af þessum aðilum hefur sinnt sínum skyldum og rannsakað þessi mál. Þegar í raun væri hægt að hjálpa mörgum!

Ég hef líka talað við alþingismenn og er Ari Trausti Guðmundsson fv. þingmaður Vinstri grænna sá eini sem hefur sintþessu. Hann lagði fram fyrirspurn til Umhverfisstofnunnar Íslands á Alþingi Íslendinga. Þar var spurt um lög og reglur varðandi skaðleg efni í svefnvöru. Í svari kom fram að engin lög eða reglur eru til um þessa mest notuðu og mikilvægu vöru. Núverandi heilbrigðisráðherra var upplýstur um ástandið á fundi 6. apríl síðastliðinn. Hann lýsti yfir vilja til að skoða þetta mál en viðurkenndi það fyrir mér, að erfitt væri um vik fyrir ráðuneytið í þessu máli. Hann vill beita sér í þessu og ég vænti þess að þar sé hafin vinna við það því að nú er boltinn hjá heilbrigðisráðherra.

Bent er á facebook hópinn Er rúmið mitt að drepa mig, til frekari fræðslu.

Heilsuhringurinn.

Skildu eftir skilaboð