Bill Gates með veiruna – „ætlar að fara að ráðum sérfræðinga og vera heima“

frettinErlent1 Comment

Bill Gates, stofnandi Bill & Melinda Gates Foundation og GAVI sem er alþjóðlegt bóluefnabandalag, tilkynnti í gær að hann væri kominn með Covid.

Rétt eins og flestir stjórnamálamenn og aðrar opinberar persónur er Bill með lítil eða miðlungs einkenni og heppinn að vera bólusettur og örvaður“ og ætlar að „fylgja ráðleggingum sérfræðinga,“ með því að einangra sig þar til honum er batnað.

„Ég er heppinn að vera bólusettur og örvaður og hef aðgang að Covid-prófum og frábærri læknisþjónustu,“ tísti Gates.

Í síðustu viku upplýsti Gates í viðtali að hann (þeir) hafi ekki gert sér grein fyrir því að Covid dánartíðni væri frekar lág og væri helst sjúkdómur gamla fólksins, ekki ólík flensu.

Í tísti sagði Gates að Bill & Melinda Gates Foundation hygðist hittast á þriðjudag í fyrsta skipti í tvö ár. Gates segist ætla að vera með á fundinum í gegnum Microsoft Teams og þakka starfsfólkinu fyrir mikla vinnu undanfarið.

„Við munum halda áfram að vinna með samstarfsaðilum og gera allt sem við getum til að tryggja að ekkert okkar þurfi að glíma við heimsfaraldur aftur,“ tísti Gates.

Árið 2015 hélt Bill Gates TED fyrirlestur um heimsfaraldur og varaði okkur við því að heimsbyggðin væri ekki tilbúinn að takast á við einn slíkan.

„Það er engin þörf að örvænta ... en við þurfum að ráðast í þetta,“ sagði Gates í ræðu sinni.

Í samtali við Ari Shapiro hjá NPR fréttastöðinni árið 2020 talaði Gates um viðbrögð og aðgerðir við kórónuveirunni, og gaf Bandaríkjunum háa einkunn fyrir viðleitni sína til fjarlægðatakmarkana en lága einkunn fyrir Covid-prófanir.

Bill Gates, sem hefur varað við heimsfaraldri í mörg ár, og nýlega við nýju, hættulegu og bráðsmitandi afbrigði, gaf fyrir stuttu út bók um hvernig eigi að koma í veg fyrir heimsfaraldur.

Heimild.

One Comment on “Bill Gates með veiruna – „ætlar að fara að ráðum sérfræðinga og vera heima“”

  1. Hann ætlar bara að eyða öllum farsóttum um ókomna framtíð, magnað ef satt reynist!
    Einnig gaman að heyra að Gates hafi svona góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu í sínu heimalandi, fengi lílkega álíka frábæra þjónustu á Íslandi!

Skildu eftir skilaboð