Trudeau gaf þrjár milljónir dollara af skattfé til World Economic Forum

frettinErlentLeave a Comment

Ríkisstjórn Justin Trudeau í Kanada gaf á síðast ári um þrjár milljónir bandaríkjadala til hinna umdeildu samtaka auðkýfinga World Economic Forum (WEF), samkvæmt opinberum gögnum.

En eins og kunnugt er er Trudeau meðlimur samtakanna og mikill félagi Klaus Schwab, stofnanda samtakanna, sem segist stjórna Trudeau og fleiri þjóðarleiðtogum .

Samkvæmt opinberum gögnum í Kanada fyrir fjárlagaárið 2020-2021 fékk WEF 2.915.095 dollara (390 milljónir kr.)frá kanadískum skattgreiðendum í formi styrkja og framlaga.

Hæstu einstöku greiðslur Kanada til WEF voru 1.141.851 dollarar og 1 milljón dollara framlag vegna alþjóðlegrar þróunaraðstoðar.
Aðrar greiðslur til WEF voru skýrðar sem „framlög til verndar náttúrunni“ og fyrir að „koma á og stjórna verndarráðstöfunum.“ Hvað svo sem þessar skýringar eiga að standa fyrir í bókhaldi ríkissjóðs Kanada.

Skuldir Kanada eru yfir 1 trilljón dollara

Samkvæmt alríkisstjóra kanadíska skattgreiðendasambandsins, Franco Terrazzano, þarf Trudeau ríkisstjórnin að fara betur með fjármuni skattgreiðenda þegar kemur að alþjóðlegum samtökum eins og WEF, þar sem skuldir Kanada eru gríðarlegar eða yfir eina trilljón dollara.

Hið umdeilda WEF hefur fengið aukna athygli í leiðtogakapphlaupi Íhaldsflokksins í Kanada sem nú stendur yfir eftir að leiðtogaefni og þingmaður flokksins Pierre Poilievre lýsti því yfir að hann ætli sér að sniðganga þessi samtök auðkýfinga.

Heimild

Skildu eftir skilaboð