Svindlað í frönsku forsetakosningunum – endurtekið handrit frá 2017?

frettinErlentLeave a Comment

Ef forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020 þóttu slæmar, þá er það ekkert miðað við sýndarkosningarnar sem fóru fram í Frakklandi núna í apríl.

Emmanuel Macron, fyrrverandi Rothschild bankamaður og World Economic Forum "Young Global Leader," kann að hafa verið krýndur „sigurvegari“ en milljónir Le Pen kjósenda glötuðu atkvæðisrétti sínum í kosningunum.

Í Frakklandi gilda þær reglur að ef atkvæðaseðill er skemmdur (þó lítið sé), þá telst hann ógildur. Þannig að stjórnmálastéttin, sem í örvæntingu sinni ætlaði sér að tryggja Macron forsetaembættið næstu fimm ár til viðbótar, sá til þess að eyðilagðir voru milljónir af Le Pen-kjörseðlum.

Svipað svindlhandrit og árið 2017

Í frönsku forsetakosningunum 2017 voru atkvæði merkt Le Pen aðeins skemmd og á Twitter hefur myndbandi verið dreift sem sýnir að sömu aðferð og vakti athygli á þeim tíma var beitt í forsetakosningunum núna, þ.e. kjörseðlar Le Pen hafa verið skemmdir áður en þeir voru póstlagðir til kjósenda.

Árið 2017 greindi Daily Mail frá því að um 4,2 milljónir atkvæða hefðu verið skemmd/ógild sem væri gífurlegur fjöldi í kosningum þar sem alls 36 milljónir greiddu atkvæði.

Þessar 4,2 milljónir atkvæða samsvara 12% allra greiddra atkvæða sem er bæði óvenjulegt og gríðarlega hátt hlutfall.

Í Frakklandi telst skemmdur atkvæðaseðill vera atkvæðaseðill sem hefur óviðkomandi merki á sér, er afskræmdur, rifinn (örlítil rifa telst rifinn kjörseðill) eða á annan hátt óviðunandi. Þeim er sjálfkrafa hafnað sem ógildum og teljast því ekki með. Sem dæmi þá fer fjöldi ógildra/skemmdra atkvæðaseðla ekki yfir 1% markið í kosningum í Bandaríkjunum.

Stjórnvöld gefa ekki upp fjölda skemmdra atkvæða

The Guardian sagði um þetta í grein þann 24. apríl sl. „Fjöldi skemmdra atkvæða og hlutfall þeirra sem ekki tóku þátt í kosningunum var líka skelfilega hátt."

En engar nákvæmar tölur um skemmd atkvæði liggja hins vegar fyrir úr kosningunum í apríl og eðlilegt er að spurt sé af hverju stjórnvöld séu að leyna þeim upplýsingum?

Í grein sinni "Macron “Reelected” the Old-Fashioned Way?" greindi Stephen Lendman frá því að í frönsku forsetakosningunum 2017 hafi aðeins kjörseðlar Le Pen verið skemmdir eða eyðilagðir, en engir Macron kjörseðlar. Hafi allt upp undir 60% af kjörseðlum sem sendir voru út til kjósenda með nafni Le Pen verið skemmdir þegar þeir voru sendir til kjósendanna, engir með nafni Macron.

Eru glóbalistar búnir að afnema frjálsar kosningar á Vesturlöndum?

Le Pen hefur kallað Macron „glóbalistabrúðu“ og skoðanakannanir sýndu að mjótt var á muninum milli Macron og Le Pen þann 10. apríl og skömmu fyrir kjördag og sá munur var innan skekkjumarka.

Macron hafði hins vegar sigur eins og Joe Biden í Bandaríkjunum 2020. Þeir báðir eiga það sameiginlegt að vera meðlimir auðkýfingasamtakanna World Economic Forum, en leiðtogi þeirra og stofnandi hefur m.a. sagst stjórna mörgum þjóðarleiðtogum.

Eftir niðurstöðu kosninganna í Frakklandi sagði CNN að Vesturlöndum væri létt, því sögulega hátt hlutfall greitt hægri öfga“ gæfi til kynna yfirvofandi ógn. Ógn við hvern, mætti spyrja. World Economic Forum auðkýfingaelítuna?

Í Bandaríkjunum hefur kosningasvindl í forsetakosningunum 2020 verið til rannsóknar og nýlega haldlagði lögreglan í Michigan kosningavélar í tengslum við rannsóknina.

Myndband sem sýnir skemmda kjörseðla koma úr óopnuðu umslagi

Í myndbandinu hér að neðan má sjá að þegar umslagið frá stjórnvöldum er opnað eru atkvæðaseðlarnir sem merktir eru Le Pen rifnir sem gerir þá sjálfkrafa ógilda. Athygli vekur að rifan er á um það bil sama stað á öllum seðlunum, en engir seðlar merktir Macron eru skemmdir.

Skemmdir og ógildir atkvæðaseðlar eru í umsjá frönsku ríkisstjórnarinnar og fjöldi þeirra hefur ekki fengist upp gefinn eins og áður sagði, sem eðlilega vekur upp spurningar.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð