“Árásir gegn mér ættu að skoðast með pólitískum gleraugum”

frettinErlent1 Comment

Í gær var sagt frá því í fjölmiðlum að Elon Musk sem bráðlega mun eignast Twitter, gangi kaupin eftir, hafi fyrir sjö árum berað sig fyrir framan flug­freyju og boðið henni kyn­líf. Flug­freyjan sendi inn form­lega kvörtun vegna málsins og sam­kvæmt frétta­miðlinum Insi­der borgaði fyrirtæki Musk, SpaceX, flugfreyjunni 250 þúsund dollara árið 2018 fyrir að þegja.

Elon Musk skrifaði á Twitter:

„Aðför gegn mér ættu að skoðast með pólitískum gleraugum - þetta er staðallinn, handbókin (fyrirlitleg) þeirra – en ekkert mun fæla mig frá því að berjast fyrir betri framtíð og tjáningarfrelsi fólksins.“

Í vikunni sagðist Musk í fyrsta sinn ætla að kjósa repúblikana en ríkiskosningar fara fram í Bandaríkjunum í haust. Hingað til hefur hann alltaf kosið demókrata, sagði hann.

Musk skrifaði einnig á Twitter 25. mars á síðasta ári, að ef upp kæmi skandall um hann, „kallið það Eldongate,“ sagði hann. Í gær endurdeildi hann færslunni og sagði:  Loksins getum við notað Elongate sem heiti fyrir skandal, frekar fullkomið.“


One Comment on ““Árásir gegn mér ættu að skoðast með pólitískum gleraugum””

  1. Valdaelítan í heiminum hatar frelsi almennings og sérstaklega tjáningarfrelsið. Við sáum það mjög vel í Covid-faraldrinum og þetta á bara eftir að versna á næstu árum.

Skildu eftir skilaboð