Eftir Ingibjörgu Gísladóttur:
Í franska blaðinu Le Monde mátti hinn 13. maí líta niðurstöðu greiningar óháða sérfræðingsins Erich Auerbach á myndbandi sem hafði fengið mikla dreifingu frá því það var sett á netið 27. mars 2022 og sýnir fimm fanga, sem virðist misþyrmt, liggja á jörðinni og þrjá vopnlausa stríðsfanga skotna í fæturna.
Slíkar pyndingar er stranglega bannaðar samkvæmt Genfarsáttmálanum. Niðurstöður greiningarinnar eru að þetta hafi gerst í þorpinu Mala Rohan nærri Kharkiv og þetta verið rússneskir stríðsfangar en sjálfboðaliðar úr úkraínsku herfylkingunni Slobozhanshchyna hafi verið á staðnum.
Úkraínuher tók þátt í frelsun Kharkiv en þrír hópar sjálfboðaliða tóku einnig þátt, hinir illræmdu Azov, Fraykor hópurinn, sem einnig er talinn vafasamur, og svo Slobozhanshchyna. Leiðtogi þeirra, Andri Ianholenko, sést á myndbandi ásamt föngunum. Hann hefur barist gegn uppreisnarmönnunum í Donbass frá 2014. Í myndbandinu segir að samtök hans hafi verið lögð niður vegna spillingar og áætlana um morð á héraðsstjórum en hann hefur greinilega endurvakið þau. Einnig segir að bróðir hans hafi nýlega fallið í stríðinu og því hafi hann hvatt menn sína til að sýna enga miskunn.
Uppgjöf í Azovstal
Haft er eftir Rússneska varnarmálaráðuneytinu að síðasti hópurinn er hélt sig í Azovstal verksmiðjunni hafi gefist upp (Reuters) og að í allt hafi 2.439 gefist upp síðustu dagana. Samkvæmt úkraínskum yfirvöldum er þeir hetjur því þeir hafi haldið Rússum uppteknum þar og gert Úkraínuher kleift að vinna sigra á öðrum stöðum. Haft er eftir Zelensky að mjög margir herflugmenn hafi misst lífið við að reyna að koma til þeirra lyfum og vistum og falla særða og fallna burt. Auðvitað skutu Rússar allar þyrlurnar niður. Flugmennirnir voru sendir beint í dauðann.
Á myndböndum frá uppgjöf hermannanna í Azovstal má sjá þá ganga rólega fram í einfaldri röð, gefa upp nafn sitt og rússneska hermenn leita á þeim og í farangri þeirra. Þeir eru einnig látnir sýna tattú sín. Trúlega fara þeir sem bera hakakrossa og önnur tákn nazista á sérstakan stað þar sem réttað verður yfir þeim fyrir stríðsglæpi síðustu átta ára í Donbass héraði en hinum skipt út fyrir rússneska fanga.
Afnazistavæðing Úkraínu var jú yfirlýst markmið Pútíns, auk frelsunar hinna stríðshrjáðu Donbass svæða. Getur stríðinu kannski farið að ljúka?
BBC fjallaði um myndbandið 30. mars sl.