Belgía tilkynnir um 21 dags sóttkví fyrir apabólu smitaða eftir fjölmenna Gay Pride hátíð

frettinErlentLeave a Comment

Belgía er fyrst ríkja til að tilkynna um lögboðna sóttkví fyrir þá sem smitast af apbólu. Þeir sem eru smitaðir af veirunni verða að sæta sóttkví í 21 dag.  Í millitíðinni ætlar veirufræðingurinn Marc Van Ranst að kanna hvort veiran geti dreifst með lofti.

Belgía stóð nýlega fyrir Gran Canaria "gay-pride" hátíðinni, sem nú er sögð vera apabólu „ofurdreifari,“ eftir að þátttakendur frá mörgum þjóðum virðast hafa dreift veirunni um allan heim. Hátíðina sóttu 80 þúsund manns og hafa apabólutilfelli verið tengd við Spán, Ítalíu og Tenerife, segir í Daily Mail.

Reglunar koma á sama tíma og WHO fundar með aðildarríkjum sínum um breytingar á heimsfaraldurssáttmála sem margir hafa varað við, t.d. þýski evrópuþingmaðurinn Christine Anderson, sem segir að með breyttu samkomulagi væru aðildarríki að framselja fullveldi sitt í heilbrigðismálum til WHO.

Þá hefur forseti Brasilíu sagt að Brasilía ætli ekki að vera með í samkomulaginu, enda væri Brasilía sjálfstætt ríki, sagði hann.

Hinn árlegi fundur World Economic Forum (WEF), Davos elítunnar, fer einnig fram á næstu dögum en WEF hefur tekið þátt í að minnsta kosti tveimur síðustu heimsfaraldursæfingunum, nú síðast til að æfa apabólufaraldur sem samkvæmt handritinu átti að hefjast 15. maí 2022.


Skildu eftir skilaboð