Evrópuríkjum sagt að útbúa bólusetningaáætlun fyrir apabólu

frettinErlent2 Comments

Evrópuríkjum verður sagt að útbúa bólusetningaráætlun til að takast á við vaxandi apabólufaraldur, var fullyrt í dag eftir að Danmörk varð nýjasta landið til að greina apabólutilfelli.

Yfirvöld ESB ætla að gefa út áhættumat sem mun ráðleggja öllum aðildarríkjum að útbúa bólusetningaáætlun til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Ekkert sértækt bóluefni er til fyrir apabólu en til er bóluefni fyrir bólusótt.

Gera má ráð fyrir að menn séu ágætlega undirbúnir þar sem sem svo vel vill til að í mars 2021 fór NTI (National Threat Initiative) í samstarf við öryggisráðstefnuna í München til að æfa hvernig ætti að draga úr háalvarlegri hættu í tengslum við lífefnarannsóknir. Skýrslan fjallaði sérstaklega um monkeypox faraldur (apabólu) og var sviðsmyndin sú að apabólufaraldurinn myndi brjótast út 15. maí 2022.

Nákvæmari gat áætlunin varla verið. Meðal „leikenda" í æfingunni voru yfirmenn hjá Bill & Melinda Gates Foundation, WHO og Johnson & Johnson (framleiða Janssen bóluefnið við Covid-19).

Þessa stundin fer fram fundur hjá WHO þar sem fjallað er um breytingar á heimsfaraldurssátmála sem m.a. felur í sér framsal fullveldis aðildarríkjanna í heilbrigðismálum til WHO.

2 Comments on “Evrópuríkjum sagt að útbúa bólusetningaáætlun fyrir apabólu”

  1. Cant make this shit up😂 Þetta er orðið svo fyrirsjáanlegt að það er vandræðalegt.

  2. Vandamálið er ekki að þetta sé fyrirsjáanlegt heldur að engin þorir að tala opinberlega um þetta og fjölmiðlar þegja.

    Klaus Schwab segir við ætlum okkur þetta og engin mun stöðva okkur.

Skildu eftir skilaboð