Örvaður viðbragðsstjórnandi veiruaðgerða á Filippseyjum með Covid – mælir með bóluefninu

frettinErlentLeave a Comment

Carlito Galvez Jr., stjórnandi viðbragða Filippseyja við Covid-19, tilkynnti á sunnudag að hann hefði greinst með Covid-19.

Þetta er í fyrsta skipti sem hann greinist smitaður af Covid-19 frá því að faraldrinum var lýst yfir í mars 2020 en þá fól forseti landins Rodrigo Duterte honum að leiða Covid-19 viðbrögð landsins.

Í yfirlýsingu sagði Galvez Jr. „Ég er með væg einkenni en er enn í góðu skapi. Ég og nánasta fjölskylda mín erum að fullu bólusett og höfum fengið örvunarskammta. Við erum öll komin í einangrun“.

Hann bað þá sem hann hafði verið í nánu sambandi við á síðustu fimm til sjö dögum afsökunar og hvatti þá til að fara í sýnatöku og fylgjast með líðan sinni.

Galvez mun halda áfram að sinna störfum sínum þrátt fyrir að vera í einangrun.

Þrátt fyrir að hafa smitast loks af Covid-19 verandi fullbólusettur með örvunarskammt hvatti hann almenning til að láta bólusetja sig gegn Covid-19

„Ég hvet óbólusetta til að fá Covid-19 bóluefni eins fljótt og auðið er og þá sem eru gjaldgengir að fara í fyrsta og annan örvunarskammt. Hafið það gott og farið varlega“ bætti hann við.

Í janúar á þessu ári fór Galvez einnig í einangrun eftir að 15 starfsmenn hans greindust með Covid-19.

Á Filippseyjum búa um 110 milljónir manna og nýleg gögn frá heilbrigðisráðuneyti landsins sýna að um 68,6 milljónir Filippseyinga hafa verið bólusettir að fullu gegn Covid-19. Aðeins 13,6 milljónir hafa hins vegar þegið örvunarskammt.

Heimild

Skildu eftir skilaboð