Alan White, trommuleikari rokksveitarinnar Yes, lést á heimili sínu 72 ára að aldri eftir stutt veikindi. Hljómsveitin tilkynnti um andlátið og sagðist vera í „áfalli og agndofa“.
White gekk til liðs við sveitina árið 1972, í stað Bill Bruford (sem gekk til liðs við King Crimson).
Í dag var einnig tilkynnt um skyndilegt andlát hljómborðsleikara hljómsveitarinnar Depeche Mode, Andly Fletcher, sem var 60 ára.
Þá var tilkynnt um andlát stórleikarans Ray Liotta sem lést í svefni, 67 ára gamall, í Dóminiska lýðveldinu þar sem hann var við tökur á nýrri kvikmynd. Hann var þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum Goodfellas og Field of Dreams.