Stöðugt þrengir að lýðræði í heiminum

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur:

Síðastliðið ár var ekki gott fyrir lýðræðið í heiminum. Þrengt var að frelsi almennings með C-19 lokunum og ferðatakmörkunum í bæði rótgrónum lýðræðisríkjum sem og í einræðisríkjum. The Economist gefur löndum heimsins lýðræðiseinkunn á hverju ári og á síðasta ári féll hún úr 5.37 í 5.28 (10 er möguleg einkunn). Slík lækkun hafði síðast sést 2010 eftir fjármálakreppuna sem við köllum Hrunið. Í upphafi ársins hafði almenningur í 86 löndum gripið til mótmæla gegn brotum á réttindum sínum og í lok ársins var enn mótmælt.

Nýlega birti Fréttin.is upplýsingar um hvaða leiðtogar hyggist framselja völd sín hvað varðar viðbrögð við heimsfaröldrum til WHO. Einn þeirra er Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, en Noregur er efstur á lista The Economist. Hætt er við að lýðræðiseinkunn Norðmanna verði lægri á næsta ári. Forseti Úkraínu er einnig á listanum og búast má við að Úkraína færist úr 87 sæti og enn neðar þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir þar hafa verið bannaðir og leiðtogi stjórnarandstöðunnar fangelsaður.

Í frétt Fréttarinnar segir: Lítið sem ekkert heyrist um þennan nýja sáttmála hér á landi, fyrirkomulag sem Christine Anderson þingmaður ESB hefur kallað endalok lýðræðis, þar sem „þeir ríkustu af þeim allra ríkustu“ munu stjórna aðgerðum allra aðildarríkja í tengslum við heimsfaraldur (sem þarf ekki endilega að vera vegna veiru). Þetta þýðir í stuttum máli að ríkin þurfi að fara eftir þeim aðgerðum sem WHO ákveður, svo sem lokanir, fjarlægðatakmarkanir, bólusetningar o.s.frv.

WHO teygir sig ansi langt til valda þessa dagana og mælir með því að fóstureyðingar verði leyfðar fram að fæðingu. Ekki megi neyða konu til að ganga með barn gegn vilja sínum og bjóða skuli upp á fóstureyðingu ef meðgangan valdi konu verulegum sársauka eða þjáningum. Fjarlæga skal allar takmarkanir á fóstureyðingum og gera þær refsilausar. Hið ófædda barn virðist hins vegar réttlaust með öllu. Á blaðsíðu 28 í greinargerð WHO má fræðast um þessar nýju tillögur. Augljóst er að líkt og fólk þurfti margt að velja á milli vinnu og bólusetningar þá gætu konur þurft að velja á milli vinnu og meðgöngu. Yfirvofandi atvinnumissir gæti jú valdið  „verulegum sársauka eða þjáningum.

Hvað skyldi valda þessum valdaþorsta WHO? Hefur það eitthvað með framlög Bill Gates til stofnunarinnar að gera?

(Stofnanir Gates eru Bill & Melinda Gates Foundation og GAVI Alliance, framlög þeirra samtals eru rétt undir Þýskalandi sem greiðir mest):

Skildu eftir skilaboð