Leiðtogar sem ætla að undirrita nýjan faraldurssáttmála – fullveldið framselt til WHO

frettinErlentLeave a Comment

Margar ríkisstjórnir hafa skuldbundið sig til að undirrita nýjan heimsfaraldurssáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), þar sem ríkin framselja í raun fullveldi sitt um heilbrigðismál til stofnunarinnar.

Lítið sem ekkert heyrist um þennan nýja sáttmála hér á landi, fyrirkomulag sem Christine Anderson þingmaður ESB hefur kallað endalok lýðræðis, þar sem þeir ríkustu af þeim allra ríkustu“ munu stjórna aðgerðum allra aðildarríkja í tengslum við heimsfaraldur (sem þarf ekki endilega að vera vegna veiru). Þetta þýðir í stuttum máli að ríkin þurfi að fara eftir þeim aðgerðum sem WHO ákveður, svo sem lokanir, fjarlægðatakmarkanir, bólusetningar o.s.frv.

Þann 30. mars birti WHO lista yfir 25 heimsleiðtoga sem hafa skuldbundið sig til að vinna saman „í átt að nýjum alþjóðlegum sáttmála um viðbúnað og viðbrögð við heimsfaraldri.“ 194 ríki eiga aðild að WHO:

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands; Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu; Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs; Antonio Luís Santos da Costa, forsætisráðherra Portúgals; Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu; Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu; Emmanuel Macron, forseti Frakklands; Angela Merkel, kanslari Þýskalands; Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins; Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands; Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar; Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands; Sebastián Piñera, forseti Chile; Aleksandar Vučić, forseti Serbíu; Andrej Plenković, forsætisráðherra Króatíu; Moon Jae-in, forseti Kóreu; J. V. Bainimarama, forsætisráðherra Fiji; Prayut Chan-o-cha, forsætisráðherra Tælands; Paul Kagame, forseti Rúanda; Uhuru Kenyatta, forseti Kenýa; Carlos Alvarado Quesada, forseti Kosta Ríka; Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu; Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku; Keith Rowley, forsætisráðherra Trínidad og Tóbagó; Kais Saied, forseti Túnis; Macky Sall, forseti Senegal; Joko Widodo, forseti Indónesíu; og auðvitað Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja Sjálandi munu bætast við þennan lista.

Hinn 29. nóvember 2021 staðfesti kanadíska pressan að heilbrigðisráðherrann Jean-Yves Duclos hafi sagt að Kanada styðji þróun nýrrar alþjóðlegrar samþykktar um viðbúnað og viðbrögð við heimsfaraldri sem var rædd á sérstökum fundi Alþjóðaheilbrigðisþingsins í gær.

Undirskriftasafnanir gegn þessum sáttmála eru hafnar, m.a. hér.

Samantekt.


Skildu eftir skilaboð