„Covid arðbærasta vara allra tíma“ – nýr milljarðamæringur á 30 klst. fresti í heimsfaraldrinum

frettinErlentLeave a Comment

Gabriela Bucher framkvæmdastjóri samtakanna Oxam var viðstödd hina árlegu ráðstefnu World Economic Forum í Davos í vikunni. Þar sat hún í pallborði með meðal annars forstjóra Moderna Inc., Stéphane Bancel, sem kvartaði fyrr í vikunni undan því að bóluefni fyrirtækisins væri að seljast mjög illa og 30 milljónir skammta væru á leið í ruslið.

Gabriela sagði að Covid hafi verið ein arðbærasta vara allra tíma og á 30 klukkustunda fresti verði til nýr milljarðamæringur í heimsfaraldrinum, þar á meðal í lyfjageiranum.

Hún sagði einnig að bilið á milli fátækra og ríkja þjóða væri að aukast á ný og á þessu ári munu milljón manns til viðbótar falla niður í sárafátækt.

Hér má hlusta á Gabrielu.


Skildu eftir skilaboð