Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) vill græða örflögur í börn

frettinErlentLeave a Comment

Alþjóðaefnahagsráðið (Wold Economic Forum - WEF) hélt því fram nýlega að tæknin Aukinn veruleiki hafi eiginleika til að umbreyta samfélaginu og lífi einstaklinga og segir að það séu traustar, skynsamlegar og siðferðilegar ástæður til að íhuga það að græða örflögur í börn.

Samkvæmt grein sem birt var í þessum mánuði á vefsíðu WEF,  gæti ígræðslutækni orðið nýja „normið“ í framtíðinni og er hluti af náttúrulegri þróun.

Höfundur greinarinnar, Kathleen Philips, sagði að það væru gild rök fyrir því að græða örflögur í mannfólk.

Til dæmis gæti ígræðslutæknin komið í stað þess hlutverks sem neytanlegar lyfjavörur gegna nú, t.d. hjálpað lesblindum börnum eða „þefað uppi“ fæðuofnæmi eða sjúkdóma eins og COVID-19, segir Philips.

Mögulegir kostir þessarar „ótrúlegu tækni,“ eru endalausir og er hægt að réttlæta með „siðferðilegum rökum“ frekar en „vísindalegum.“

Philips er varaforseti rannsókna og þróunar hjá imec, belgísku fyrirtæki sem gefur sig út fyrir að vera leiðandi í rannsóknar-og þróunarstarfi í heiminum og sem nýsköpunarmiðstöð í nanóeindafræði og stafrænni rafeindatækni.

Samkvæmt WEF hefur grein Philips verið „viljandi rangtúlkuð á síðum sem dreifa röngum upplýsingum,“ og bætti við að röng framsetning efnis dregur úr opnum umræðum.

Ígræðslutækni skilar krökkum „ofurkrafti“

Philips segir að á meðan „ofurhetjur hafa verið ráðandi á stórum og litlum skjáum nú í langan tíma,“ þá búast mörg börn við því að þróa með sér ofurkrafta sjálf.

Ígræðslutækni hefur eiginleika til að búa til þannig „ofurkrafta,“ bætti hún við. „Tæknin hefur alltaf búið yfir eiginleikum til að umbreyta samfélaginu og bæta daglegt líf okkar“ - og viðbótartækni er þar engin undantekning.

Philips vísaði á bug rökum um að slíkar væntingar séu „óframkvæmanlegar.“ „Við erum nú þegar að stíga fyrstu skrefin í átt að tæknivæddu samfélagi, og vitnaði í líkamsræktarforrit í snjallsímum sem hluta af þróun frá heilsugæslu í svokallaðri velferðarumönnun.

Slík „velferðarumönnun“ er ný tækni sem styður fólk og bætir heildar lífsgæði þess.

Rök Philips endurspegla fullyrðingar frá stórtæknifyrirtækjum eins og Apple þegar þau lýsa meintum ávinningi eigin heilsuvarnings og forrita, eins og The Defender greindi frá nýlega.

Hvernig skilgreinir Philips aukinn veruleika?

Philips segir:

Aukinn veruleika má skilgreina sem framlengingu eða viðbót við endurhæfingu þar sem tæknileg hjálpartæki eins og t.d. gleraugu, kuðungsígræðsla eða önnur tæki sem eru hönnuð til að endurheimta glataða eða skerta sjón.

Ígræðslutæknin mun hjálpa á öllum stigum lífsins: börnum í námi, fagfólki í starfi og metnaðarfullum eldri borgurum,“ hélt Philips fram. „Það eru margir möguleikar.“

Ekki aðeins mun tæknin „fléttast meira saman við líkamann í formi ígræðslu,“ sagði Philips. „Hún mun líka samþættast umhverfinu á óaðfinnanlegan hátt,“ sagði hún og nefndi dæmi eins og „skynjara í stól“.

Tæknin er einfaldlega hluti af „náttúrulegri þróun sem klæðnaður og fleira fór einu sinni í gegnum,“ sagði Philips og benti á  að það séu ekki lengur fordómar gegn heyrnartækjum eða gleraugum, heldur sé þetta nú „aukabúnaður og jafnvel tískuvarningur.“

„Á sama hátt munu ígræðslur þróast yfir í varning,“ segir Philips.

„Ígræðsla er mun meira inngrip en að fá sér gleraugu,“ viðurkenndi Philips og bætti við: „Almennt eru ígræðslur gerðar af læknisfræðilegum ástæðum,“ og ígræðslur munu því fyrst væntanlega verða algengar meðal þeirra sem þjást af sérstökum kvillum.

Hún sagði einnig að heilaígræðslur tækju okkur einu skrefi lengra með því að leyfa okkur að komast í snertingu við „stýrikerfi“ líkamans, með þeim rökum að slík tækni væri nú þegar notuð til að „minnka einkenni af flogaveiki, Parkinsonsveiki eða þunglyndi.“

Í kjölfarið sagði Philips: „Hversu algengt tiltekið (ígræðslu)tæki verður fer eftir virkni tækninnar og hversu langt það er samþætt líkama þínum og daglegu lífi.“

Byggt á grein The Defender.

Skildu eftir skilaboð