Vefþátturinn Frontline Health hefur það að markmiði að segja almenningi frá nýjustu uppgötvunum er snerta heilsu og læknisfræði, oft efni sem aðrir fjölmiðlar fjalla ekki um.
Í síðustu viku sagði þátturinn frá rannsókn 60 rannsakenda á blóði sem tekið var úr einstaklingum sem sprautaðir höfðu verið með COVID-19 mRNA tilraunabóluefnunum.
Um var að ræða blóð úr 48 einstaklingum sem sérfræðingarnir, meðal annars eðlisfræðingar, efnafræðingar, lyfjafræðingar, örverufræðingar og læknar, rannsökuðu.
Við rannsóknina á blóðinu fundu sérfræðingarnir undarlega aðskotahluti sem flutu meðal blóðkorna allra 48 einstaklinganna sem höfðu fengið mRNA tilraunabóluefnið.
Rannsakendurnir höfðu áður séð þessa sömu aðskotahluti í sjálfu mRNA tilraunabóluefninu frá Pfizer og rannsóknin staðfesti að þá var líka að finna í blóði einstaklinganna sem höfðu verið sprautaðir með mRNA efninu.
Rannsóknirnar voru gerðar á mismunandi stofnunum og í nokkrum mismunandi löndum. Við rannsóknina skoðuðu rannsakendur mRNA bóluefnin og báru blóðsýni þessara 48 sprautuðu einstaklinga saman við sýni úr ósprautuðum einstaklingum.
Umrædda aðskotahluti var ekki að finna í blóði þeirra sem ekki höfðu verið sprautaðir með C-19 mRNA tilraunabóluefnunum.
Hér er hægt að lesa skýrslu rannsakendanna.