Hinn tvítugi Eli Palfreyman, upprennandi íshokkístjarna í Kanda, lést í leikhléi í Ontario á þriðjudag.
Palfreyman, sem lék með liðinu Ayr Centennials hneig niður þegar hann og lið hans voru í búningsklefanum í fyrsta leikhléi á íshokkímóti á North Dumfries vellinum.
Lögreglan í Waterloo segir að lögreglumenn hafi mætt á völlinn eftir að hafa fengið neyðarhringingu frá lækni og segir að félagar í liðinu hafi veitt Palfreyman aðstoð þar til neyðarþjónustan kom á staðinn.
Hann var fluttur á Cambridge Memorial sjúkrahúsið en var úrskurðaður látinn á staðnum. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.
One Comment on “Tvítug upprennandi íshokkístjarna hneig niður í leikhléi og lést”
Morðmál. Hinn grunaði er B. G.