Hin hliðin – viðtalið í fullri lengd: Garðar Örn er með Parkinson – notaði CBD olíu og gat loksins rétt úr sér

frettinHin hliðinLeave a Comment

Hin hliðin: Gestur þáttarins er Garðar Örn Hinriksson ferðaleiðsögumaður, tónlistarmaður og rithöfundur sem var greindur með Parkinson árið 2016. Hann fékk strax lyf og prófaði ýmsar meðferðir sem hjálpuðu ekki. Hann nefnir það upprisu eftir að hann hóf að taka inn CBD olíu og gat loksins rétt úr sér.

Fréttin birti einnig viðtal við Garðar í maí síðastliðnum sem má lesa hér.

Garðar segist ekki hafa verið bjartsýnn í nóvember 2021 og átti ekki von á miklum bata þegar hann hóf að taka inn CBD olíu dropa.

Ég hafði áður prófað CBD dropa með engum árangri, samt ákvað ég að prófa þá aftur. Ég var orðinn þreyttur á miklum bakverkjum og að ganga um álútur eins og maður á tíræðisaldri, með andlitið nánast í götunni, og allir glápandi á mann. Ég var í raun til í að prófa allt. En nú höfðu CBD droparnir betri áhrif og u.þ.b. eftir tvær vikur fann ég mun á mér. Bakverkirnir horfnir og ég var orðinn beinni í baki. Ekki nóg með það, því að ég var einnig farinn að geta gengið lengri vegalengdir. Áður náði ég kannski örfáum tugum af metrum en núna var ég farinn komast 200 til 300 metra áður en ég þurfti að hvílast, segir Garðar.

Viðtalið má sjá í fullri lengd hér neðar.


Skildu eftir skilaboð