Hægri sinnuðu stjórnarandstöðuflokkarnir í Svíþjóð eru nú komnir með nauman meirihluta á sænska þinginu samkvæmt nýjustu tölum, en þeir skilgreina sig sem mið-hægri flokka.
Ef þetta verður niðurstaðan er búist við að Ulf Kristersson, leiðtogi Moderataflokksins, verði forsætisráðherra á meðan Svíþjóðardemókratar, sem andvígir eru núverandi innflytjendastefnu vinstri flokkanna, yrði stærsti hægriflokkurinn og næðu í fyrsta sinn að hafa bein áhrif á stefnuna.
Jafnaðarmannaflokkur Magdalenu Anderson, forsætisráðherra, hefur enn mest fylgi, með rúmlega þrjátíu prósent atkvæða. Aftur á móti hafa Svíþjóðardemókratar haldið áfram að sækja í sig veðrið og eru næst stærsti flokkurinn, með 20,7 prósenta atkvæða.
Miðað við stöðuna núna virðast Svíþjóðardemókratar hafa bætt við sig tíu þingsætum frá síðasta kjörtímabili.
Þetta sýnir að Svíar virðast vera komnir með nóg að stefnu núverandi stjórnar sem einkennist af óreiðu og úrræðaleysi en há glæpatíðni hefur verið í landinu á meðal erlendra glæpagengja sem hefur verið illviðráðanleg og lögreglan segir að komið sé yfir þolmörk.
Þá er ekki ólíklegt að önnur stefna verði tekin á ýmsum málum eins og skatta- og loftslagsmálum og hert verði á innflytjendalöggjöfinni, verði þetta niðurstaðan.
Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir á miðvikudaginn.