RAND segir skjölum „sem var lekið“ um stríðið í Úkraínu vera fölsk

frettinErlentLeave a Comment

Sænska blaðið Nya Dagbladet sagði frá því á þriðjudag að skjölum sem hafi verið lekið og unnin af bandaríska greiningarfyritækinu RAND gæfu til kynna að Bandaríkin hefðu ýtt Rússum út í stríðið til að skapa olíu-og efnahagskreppu í Evrópu. Fréttin birti það helsta úr sænsku fréttinni.

Á samfélagsmiðlum mátti lesa að einhverjir teldu gögnin vera fölsuð.

Fréttin sendi fyrirspurn á RAND og spurði hvort umrædd gögn kæmu frá þeim eða hvort þau væru fölsuð.

Fjölmiðlafulltrúi RAND, Jeffrey Hiday, svaraði um hæl og sagði:

„Nei, þetta eru fölsk gögn. Ekta RAND rannsóknir, greiningar og skýringartexti á Úkraínu-Rússlands stríðinu er að finna á þessari síðu.“

„Ertu frá fjölmiðli eða bara með áhuga á málinu?,“ bætti hann við.

„Munið þið rannsaka hverjir gætu hafa staðið að fölsuninni“, spurði blaðamaður þá.

„Við segjum ekkert um það (no comment on that point),“ svaraði Hiday.

Skildu eftir skilaboð