Hópur 19 vísindamanna frá Bretlandi hefur birt nýja rannsókn sem hjálpar til við að útskýra hvers vegna lönd með hæstu bólusetningatíðnina eru með mestan fjölda af því sem kallast „rofningssýkingar“ (e. breakthrough infections), auk endursmitunar af öðrum afbrigðum COVID-19.
Þessari rannsókn, sem birt var 14. júní 2022 í ritrýnda tímaritinu Science, hefur verið hlaðið niður næstum 277.500 sinnum á innan við tveimur mánuðum. Það er mjög óvenjulegt fyrir þétt orðaða og hátæknilega vísindarannsókn.
Við getum aðeins velt því fyrir okkur hvers vegna svo margir hafa lesið hana. En það sem þessi rannsókn bendir til, sem margir læknar og vísindamenn hafa lýst áhyggjum af, er að COVID-19 mRNA bóluefni sem og örvunarskammtarnir geta gert ónæmissvörun okkar óvirkari gegn Omicron afbrigðinu.
Ef þetta er rétt þýðir það að bóluefnið sjálft leiðir til útbreiddrar sýkingar. Í stað þess að stöðva vírusinn virðist sem mRNA bólusetningaráætlanir um allan heim hafi óvart gert vírusinn alls ráðandi.
Því meira bóluefni því hærri sýkingatíðni
Eins og bresku vísindamennirnir benda á, eru þau ríki sem eru með hærra bólusetningahlutfalll með mikinn fjölda frumsýkinga og tíðar endursýkingar af SARS-CoV-2.
Aftur á móti er fólk ekki að smitast á stöðum þar sem bólusetningaherferðir hafa almennt ekki viðgengist, þar á meðal í flestum ríkjum meginlands Afríku.
Til að komast að því hvers vegna þjóðir sem eru með hæsta bólusetningahlutfallið eru með flestar Omicron sýkingar, einblíndi þessi rannsókn á fagfólk með hæstu bólusetningatíðnina: Heilbrigðisstarfsfólk sem hafði fengið tvo skammta af mRNA bóluefni snemma í ferlinu og fengu síðan örvunarsprautur tvisvar til viðbótar.
Til að komast að því hvað væri að eiga sér stað í frumum þessara mjög svo bólusetta heilbrigðisstarfsfólks, fylgdust rannsakendur vel með mismunandi gerðum af immúnóglóbíni í blóði þátttakenda. Immúnóglóbín (Ig), einnig þekkt sem mótefni (Ab), finnur vírusa, bakteríur og slíkt og leiðir til þess að ónæmiskerfið bregst við á viðeigandi hátt.
Vísindamenn hafa greint nokkrar gerðir af immúnóglóbúlíni, sem hvert og eitt leiðbeinir ónæmissvöruninni á mismunandi hátt á mismunandi stigum og sýkingarinnar.
Fleiri bólusetningar leiða til fleiri COVID-19 sýkinga
Þessi rannsókn sýnir nákvæmlega hvernig endurteknar bólusetningar valda því að fólk er næmara fyrir COVID-19 sýkingu. Upphafsskammtar af bóluefninu leiddu til klassískrar bólguónæmissvörunar. Bólga er grundvallarþáttur ónæmissvörunar (við bóluefni eða sýkingu) og er ábyrg fyrir flestu því sem þú finnur fyrir þegar þú ert veikur: hita, beinverkjum, slappleika o.s.frv.
Þessi bólga er ástæðan fyrir því að þú gætir fundið fyrir ógleði, fáir þú flensusprautu og hvers vegna COVID-19 bóluefnið hefur orðið þekkt fyrir að láta fólki líða þannig í nokkra daga. Líkaminn er að framleiða bólguviðbrögð við COVID-19 próteinum.
En hvað gerist í líkamanum eftir að þú hefur fengið tvo skammta af bóluefni og síðan færðu þann þriðja? Vísindamennirnir komust að því að samfelldir skammtar af mRNA bóluefni byrja að venja einstaklingana við, eða gera þá ónæmari fyrir COVID-19 próteinum, og flytja ónæmissvörun þeirra yfir í að vera ráðandi af IgG4 formi, sem í raun kennir líkamanum að þola próteinin.
Smit á Íslandi ruku upp eftir bólusetningaherferð 2021
Í þessu sambandi er áhugavert að skoða þróun sýkinga á Íslandi árið 2021, fyrir og eftir bólusetningaherferðina, sem átti að leiða til hjarðónæmis. Sprautuherferðin hafði samvæmt þessum tölum þveröfug áhrif á útbreiðslu smita.
Nánar um rannsóknina má lesa hér: