Magnús Orri Schram gaf út yfirlýsingu á facebook nú í kvöld þar sem hann biðst afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu. Magnús sem þá var þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa tekið þá afstöðu að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms, en sér eftir þeirri ákvörðun og segist hafa látið tíðarandann á þeim tíma ráða afstöðu sinni.
Yfirlýsing Magnúsar er eftirfarandi:
„Ég vil biðjast afsökunar á mínum hlut í Landsdómsmálinu
Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir.
Ég er sannfærður um að þau sem voru til umfjöllunar – Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, hafa unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Ég hef persónulega beðið þau afsökunar á ábyrgð minni og vil einnig gera það hér, með opinberum hætti.