Samkvæmt samtali við upplýsingafulltrúa Icelandair er grímuskylda í flugi frá Íslandi til Þýskalands og Kanada. Tilefni samtalsins var atvik frá því í morgun þar sem Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, var sagt að setja upp grímu um borð í Icelandair vél til Þýskalands. Þetta olli nokkrum „vandræðum“ sem endaði með því að Margrét þurfti að yfirgefa vélina. Flugfreyjan sem kom með þessa ábendingu var þó sjálf án grímu, sömuleiðis flugmennirnir og fjöldi annarra farþega (sem þó settu upp grímur þegar atvikið kom upp).
Í frétt á abc News frá 6. september segir að þýska ríkisstjórnin ætli að fella niður kröfu um grímuskyldu í flugi til og frá Þýskalandi, en skyldan gildi til 23. september. Sé þetta rétt, hefðu reglur um grímuskyldu átt að falla niður í dag. Og margir mánuðir eru síðan grímuskylda var felld niður á flugvöllum í Þýskalandi.
Heilbrigðisráðherra Þýsklands, Karl Lauterbach, sagði við blaðamenn í Berlín að „nánast enginn noti lengur grímur í millilandaflugi - slakað hefur því verið á reglum um grímuskyldu í flugi. Hann sagði að stærsta flugfélag Þýskalands, Lufthansa, hefði ítrekað sagt að ekki væri lengur hægt að framfylgja þessum reglum „þannig að við höfum sleppt þessu og erum að takmarka okkur við svæði innanlands þar sem þetta er mögulegt.“
Harka Icelandair í þessu samhengi er því afar athyglisverð á tímum þegar sjálft Þýskaland hefur slakað á grímureglum í millilandaflugi og grímuskylda átti að falla niður í dag samkvæmt þessari og fleiri þýskum fréttum.
Og þess má einnig get að gímuskylda um borð hjá flugfélaginu Play sem flýgur meðal annars til Berlín er valkvæð á öllum þeirra flugleiðum.